Leikstjóri Maniac útskýrir stórfurðulega Íslandstengingu þessara Netflix-þátta Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2018 12:15 Jonah Hill og Emma Stone eru í aðalhlutverkum í þessari þáttaröð. Netflix Netflix-þáttaröðin Maniac var frumsýnd í síðustu viku en hún skartar leikurunum Jonah Hill og Emmu Stone í aðalhlutverki. Um er að ræða afar súrrealíska og draumkennda þætti sem er frekar erfitt að útskýra en í grófum dráttum segja þeir frá manneskjum sem gangast undir prófanir á nýju lyfi.Í einum þættinum er afar sérkennileg Íslandstenging sem hægt er að lesa sér nánar til um hér fyrir neðan. Þeir sem ekkert vilja vita um söguþráð þessara þátta og Íslandstenginguna ættu ekki að lesa lengra.Þættirnir eru byggðir á samnefndri norskri þáttaröð frá árinu 2014. Netflix-þáttaröðin segir frá Annie Landsberg og Owen Milgrim. Þau hittast fyrir tilviljun þegar þau samþykkja að prófa dularfullt lyf sem afar sérkennilegt lyfjafyrirtæki þróar. Annie er þjáð vegna brotalama í sambandi sínu við móður sína og systur og reikar stefnulaust í gegnum lífið. Owen er einn fimm sona auðmanns í New York og hefur alla tíð þurft að glíma við andleg veikindi. Fyrirtækið lofar því að þau muni fá bót á sínum andlegu meinum með þessu nýja lyfi sem er í þróun. Þegar lyfjaprófunin tekur við eru þau send inn í draumaheim með hverri pillu sem þau innbyrða. Ekki þarf að fara mjög djúpt í söguþráð allra þáttanna til að koma að Íslandstengingunni en hún er nokkurn veginn á þessa leið:Þátturinn er sá níundi í röðinni og nefnist Utangatta. Í þættinum upplifir Owen sig sem íslenskan njósnara að nafni Snorri Agnarsson. Hann er að undirbúa sig fyrir fund með Sameinuðu þjóðunum. Þar á Owen, eða Snorri Agnarsson, að útskýra fyrir aðildarþjóðunum hvers vegna geimveran Ernie dó, en dauði Ernie hefur orðið til þess að kyn hans frá framandi plánetu ætlar að eyða jörðinni. Í upphafi þáttarins er hershöfðingi með eftirnafnið Grímsson að ræða við Snorra fyrir fundinn. Grimsson þessi er í raun bróðir Owens í lifandi lífi. Eiga erfitt með áherslur og framburð Bæði Grimsson og Snorri tala íslensku í þessari senu. Málfræðilega eru setningarnar nokkurn veginn réttar en áherslur og framburður langt frá því að geta talist réttur.Jonah Hill að segja: „Auðvitað“ í Maniac.NetflixGrimsson segir til dæmis: „Hættu að segja að þú sért sekur.“ Í meðförum bandaríska leikarans verður línan einhvern veginn svona: „Hættú að segja að sú sért serkur.“ Jonah Hill svarar á móti í karakter Snorra: „En ég traaaap him“ sem á að vera: „En ég drap hann.“ Þeir eiga smá samtal áður en þeir skála í íslensku brennivíni. Snorri mætir síðan á fund Sameinuðu þjóðanna þar sem hann útskýrir dauða Ernie. Þar segist hann hafa alist upp skammt frá Reykjavík. Snorri segir móður sína hafa verið austurríska, finnska og sænska en föður sinn hafa verið hollenskan, ítalskan og íslenskan, sem útskýri sérkennilegan framburð hans. Hann útskýrir samband sitt við Ernie og segist í fyrstu hafa talið hann tilheyra „Huldufólki“. Því næst segir hann frá fögnuði á Íslandi þar sem Ernie var með í för. Í þessari veislu er verið að spila lagið Vagg og Velta í flutningi Erlu Þorsteinsdóttur, en um er að ræða íslenska útgáfu af bandaríska laginu When the Saints Go Marching In.Ernie verður fyrir rafstuði í veislunni og deyr sem Snorri segist bera ábyrgð á og biður þjóðirnar afsökunar. Skömmu síðar upphefst mikill hasar í þrúgandi hita sem verður þess valdandi að Jonah Hill, í karakter sem Snorri Agnarsson, segir: It is hotter than the Reykjadalur Spring. Atburðarásin er sem fyrr segir öll mjög súrrealísk og draumkennd og ekki til mikils að reyna að útskýra hana frekar, heldur þarf að horfa á þáttaröðina til að átta sig á samhenginu. Ætluðu að fá Íslending til að talsetja Leikstjóri þáttanna er Cary Joji Fukunaga en hann ræddi þessa Íslandstengingu við Business Insider.Cary Joji Fukunag, leikstjóri þáttanna, en hann á að baki fyrstu þáttaröðina af True Detective og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Bond-mynd.Vísir/GettyÍ fyrirsögn greinarinnar er íslenskur hreimur Jonah Hill sagður frekar vafasamur. Fukunaga gengst við því í greininni og segir að ætlunin hafi alltaf verið að fá leikara til að talsetja Jonah Hill í þessari senu. Þess vegna hafi leikararnir nánast bullað línurnar sínar á íslensku, því ekki átti að notast við þær. Þegar þeir heyrðu síðan útkomuna þótti liggja beinast við að nota upprunalegu tökuna. Fukunaga segir karakter Snorra Agnarsson hafa verið lengi í smíðum og þeir hafi allan tímann viljað hafa hann íslenskan. „Við gerðum okkur þó ekki grein fyrir því hvernig Jonah átti að leika hann og við höfðum ekki tíma til að ræða það,“ segir Fukunaga. Þegar Jonah Hill prufaði röddina sem hann ætlaði að nota, sem er afar sérkennileg, þá var Fukunaga ekki viss um að hann ætlaði að nota hana. „Við ræddum á einum tímapunkti að við myndum fá Íslending til að talsetja karakterinn. Og Jonah vissi ekki hvort hann gæti leikið Íslending. Þetta er afar erfiður framburður og þess vegna bættum við uppruna foreldra hans við, svo ekki væri hægt að rekja framburð hans svo auðveldlega. Jonah ákvað því að gera þetta með léttu yfirbragði því hann stóð í þeirri trú að þetta yrði talsett. Þegar tökur á þættinum voru hálfnaðar kom hann til mín og sagði að við yrðum að halda röddinni hans og ég samþykkti það.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þessum þáttum. Íslenska á tækniöld Menning Netflix Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Netflix-þáttaröðin Maniac var frumsýnd í síðustu viku en hún skartar leikurunum Jonah Hill og Emmu Stone í aðalhlutverki. Um er að ræða afar súrrealíska og draumkennda þætti sem er frekar erfitt að útskýra en í grófum dráttum segja þeir frá manneskjum sem gangast undir prófanir á nýju lyfi.Í einum þættinum er afar sérkennileg Íslandstenging sem hægt er að lesa sér nánar til um hér fyrir neðan. Þeir sem ekkert vilja vita um söguþráð þessara þátta og Íslandstenginguna ættu ekki að lesa lengra.Þættirnir eru byggðir á samnefndri norskri þáttaröð frá árinu 2014. Netflix-þáttaröðin segir frá Annie Landsberg og Owen Milgrim. Þau hittast fyrir tilviljun þegar þau samþykkja að prófa dularfullt lyf sem afar sérkennilegt lyfjafyrirtæki þróar. Annie er þjáð vegna brotalama í sambandi sínu við móður sína og systur og reikar stefnulaust í gegnum lífið. Owen er einn fimm sona auðmanns í New York og hefur alla tíð þurft að glíma við andleg veikindi. Fyrirtækið lofar því að þau muni fá bót á sínum andlegu meinum með þessu nýja lyfi sem er í þróun. Þegar lyfjaprófunin tekur við eru þau send inn í draumaheim með hverri pillu sem þau innbyrða. Ekki þarf að fara mjög djúpt í söguþráð allra þáttanna til að koma að Íslandstengingunni en hún er nokkurn veginn á þessa leið:Þátturinn er sá níundi í röðinni og nefnist Utangatta. Í þættinum upplifir Owen sig sem íslenskan njósnara að nafni Snorri Agnarsson. Hann er að undirbúa sig fyrir fund með Sameinuðu þjóðunum. Þar á Owen, eða Snorri Agnarsson, að útskýra fyrir aðildarþjóðunum hvers vegna geimveran Ernie dó, en dauði Ernie hefur orðið til þess að kyn hans frá framandi plánetu ætlar að eyða jörðinni. Í upphafi þáttarins er hershöfðingi með eftirnafnið Grímsson að ræða við Snorra fyrir fundinn. Grimsson þessi er í raun bróðir Owens í lifandi lífi. Eiga erfitt með áherslur og framburð Bæði Grimsson og Snorri tala íslensku í þessari senu. Málfræðilega eru setningarnar nokkurn veginn réttar en áherslur og framburður langt frá því að geta talist réttur.Jonah Hill að segja: „Auðvitað“ í Maniac.NetflixGrimsson segir til dæmis: „Hættu að segja að þú sért sekur.“ Í meðförum bandaríska leikarans verður línan einhvern veginn svona: „Hættú að segja að sú sért serkur.“ Jonah Hill svarar á móti í karakter Snorra: „En ég traaaap him“ sem á að vera: „En ég drap hann.“ Þeir eiga smá samtal áður en þeir skála í íslensku brennivíni. Snorri mætir síðan á fund Sameinuðu þjóðanna þar sem hann útskýrir dauða Ernie. Þar segist hann hafa alist upp skammt frá Reykjavík. Snorri segir móður sína hafa verið austurríska, finnska og sænska en föður sinn hafa verið hollenskan, ítalskan og íslenskan, sem útskýri sérkennilegan framburð hans. Hann útskýrir samband sitt við Ernie og segist í fyrstu hafa talið hann tilheyra „Huldufólki“. Því næst segir hann frá fögnuði á Íslandi þar sem Ernie var með í för. Í þessari veislu er verið að spila lagið Vagg og Velta í flutningi Erlu Þorsteinsdóttur, en um er að ræða íslenska útgáfu af bandaríska laginu When the Saints Go Marching In.Ernie verður fyrir rafstuði í veislunni og deyr sem Snorri segist bera ábyrgð á og biður þjóðirnar afsökunar. Skömmu síðar upphefst mikill hasar í þrúgandi hita sem verður þess valdandi að Jonah Hill, í karakter sem Snorri Agnarsson, segir: It is hotter than the Reykjadalur Spring. Atburðarásin er sem fyrr segir öll mjög súrrealísk og draumkennd og ekki til mikils að reyna að útskýra hana frekar, heldur þarf að horfa á þáttaröðina til að átta sig á samhenginu. Ætluðu að fá Íslending til að talsetja Leikstjóri þáttanna er Cary Joji Fukunaga en hann ræddi þessa Íslandstengingu við Business Insider.Cary Joji Fukunag, leikstjóri þáttanna, en hann á að baki fyrstu þáttaröðina af True Detective og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Bond-mynd.Vísir/GettyÍ fyrirsögn greinarinnar er íslenskur hreimur Jonah Hill sagður frekar vafasamur. Fukunaga gengst við því í greininni og segir að ætlunin hafi alltaf verið að fá leikara til að talsetja Jonah Hill í þessari senu. Þess vegna hafi leikararnir nánast bullað línurnar sínar á íslensku, því ekki átti að notast við þær. Þegar þeir heyrðu síðan útkomuna þótti liggja beinast við að nota upprunalegu tökuna. Fukunaga segir karakter Snorra Agnarsson hafa verið lengi í smíðum og þeir hafi allan tímann viljað hafa hann íslenskan. „Við gerðum okkur þó ekki grein fyrir því hvernig Jonah átti að leika hann og við höfðum ekki tíma til að ræða það,“ segir Fukunaga. Þegar Jonah Hill prufaði röddina sem hann ætlaði að nota, sem er afar sérkennileg, þá var Fukunaga ekki viss um að hann ætlaði að nota hana. „Við ræddum á einum tímapunkti að við myndum fá Íslending til að talsetja karakterinn. Og Jonah vissi ekki hvort hann gæti leikið Íslending. Þetta er afar erfiður framburður og þess vegna bættum við uppruna foreldra hans við, svo ekki væri hægt að rekja framburð hans svo auðveldlega. Jonah ákvað því að gera þetta með léttu yfirbragði því hann stóð í þeirri trú að þetta yrði talsett. Þegar tökur á þættinum voru hálfnaðar kom hann til mín og sagði að við yrðum að halda röddinni hans og ég samþykkti það.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þessum þáttum.
Íslenska á tækniöld Menning Netflix Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira