Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 21:59 Enska úrvalsdeildin er ein þekktasta vara Sky. Vísir/Getty Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin. Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin.
Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira