Bíóleikmyndin Jarlhettur Tómas Guðbjartsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 20. september 2018 09:00 Útsýnið frá toppi Stóru-Jarlhettu er feikimagnað enda hafur landslagið verið notað í Hollywood-mynd. MYNDIR/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Jarlhettur eru tæplega 15 kílómetra röð um 20 móbergstinda við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli, sem teygja sig frá Hagavatni í suðri til Skálpaness í norðri. Tindarnir urðu til við sprengigos undir jökli og rísa flestir um 200 til 300 metra yfir nágrenni sitt. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best, en nánast línulega tindaröðina umlykja svartir og ljósbrúnir sandflákar með vötnum og jökultjörnum. Skammt undan er Langjökull og minnir umhverfið helst á atriði úr bíómynd um Hringadróttinssögu. Jarlhettur koma við sögu í stórmyndinni Oblivion þar sem Tom Cruise situr á toppi einnar Hettunnar og virðir fyrir sér fljúgandi geimskip yfir Kili. Nafngift Jarlhettna hefur löngum valdið heilabrotum og sumir telja þær kenndar við eina jarl Íslandssögunnar, Gissur Þorvaldsson. Skemmtilegri er sú kenning fræðimanna að nafnið hafi upprunalega verið Járnhettur og síðar breyst í Jarlhettur, en hjálmar á síðmiðöldum voru kallaðir járnhettur. Óneitanlega líkjast margar af Hettunum hjálmum, ekki síst Stóra-Jarlhetta (943 metrar), sem er þeirra tilkomumest og sést best úr byggð. Flestir velja að ganga á hana og tekur gangan 5-6 klukkustundir fram og til baka. Ekki tekur nema tæpar þrjár stundir að aka frá Reykjavík að Hagavatni og því hægt að gera þetta að dagsferð. Austan við Hagavatn má leggja bílum og tekur þá við auðveld 5 kílómetra ganga að rótum Stóru-Hettu. Á leiðinni má toppa Stöku-Jarlhettu en af henni býðst frábært útsýni. Í fyrstu eru lausar skriður upp Stóru-Jarlhettu en ofar taka við móbergsklappir sem eru mikið augnakonfekt. Efsti hluti þeirra er ókleifur en engu að síður er þarna frábært útsýni í góðu veðri til Heklu, Hlöðufells, Þórisjökuls, Hagavatns og syðri hluta Langjökuls. Fyrir sprækt göngufólk er lítið mál að toppa fleiri Hettur í sömu göngu. Tilvalið er að ganga suður Jarlhettudal að skála Ferðafélags Íslands. Hann er skammt frá útfallinu á Hagavatni sem vert er að skoða. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Jarlhettur eru tæplega 15 kílómetra röð um 20 móbergstinda við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli, sem teygja sig frá Hagavatni í suðri til Skálpaness í norðri. Tindarnir urðu til við sprengigos undir jökli og rísa flestir um 200 til 300 metra yfir nágrenni sitt. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best, en nánast línulega tindaröðina umlykja svartir og ljósbrúnir sandflákar með vötnum og jökultjörnum. Skammt undan er Langjökull og minnir umhverfið helst á atriði úr bíómynd um Hringadróttinssögu. Jarlhettur koma við sögu í stórmyndinni Oblivion þar sem Tom Cruise situr á toppi einnar Hettunnar og virðir fyrir sér fljúgandi geimskip yfir Kili. Nafngift Jarlhettna hefur löngum valdið heilabrotum og sumir telja þær kenndar við eina jarl Íslandssögunnar, Gissur Þorvaldsson. Skemmtilegri er sú kenning fræðimanna að nafnið hafi upprunalega verið Járnhettur og síðar breyst í Jarlhettur, en hjálmar á síðmiðöldum voru kallaðir járnhettur. Óneitanlega líkjast margar af Hettunum hjálmum, ekki síst Stóra-Jarlhetta (943 metrar), sem er þeirra tilkomumest og sést best úr byggð. Flestir velja að ganga á hana og tekur gangan 5-6 klukkustundir fram og til baka. Ekki tekur nema tæpar þrjár stundir að aka frá Reykjavík að Hagavatni og því hægt að gera þetta að dagsferð. Austan við Hagavatn má leggja bílum og tekur þá við auðveld 5 kílómetra ganga að rótum Stóru-Hettu. Á leiðinni má toppa Stöku-Jarlhettu en af henni býðst frábært útsýni. Í fyrstu eru lausar skriður upp Stóru-Jarlhettu en ofar taka við móbergsklappir sem eru mikið augnakonfekt. Efsti hluti þeirra er ókleifur en engu að síður er þarna frábært útsýni í góðu veðri til Heklu, Hlöðufells, Þórisjökuls, Hagavatns og syðri hluta Langjökuls. Fyrir sprækt göngufólk er lítið mál að toppa fleiri Hettur í sömu göngu. Tilvalið er að ganga suður Jarlhettudal að skála Ferðafélags Íslands. Hann er skammt frá útfallinu á Hagavatni sem vert er að skoða.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira