Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2018 19:11 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Ernir Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu svokallaða verður ekki framseldur til Póllands. Landsréttur sneri í dag við úrskurði héraðsdóms um að maðurinn yrði framseldur en áður höfðu dómsmálaráðuneytið og ríkissaksóknari komist að sömu niðurstöðu. Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu, sem hann segir öllu minna að umfangi en í upphafi var talið. RÚV greindi fyrst frá.Í farbann í júlí vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Maðurinn er pólskur og er einn eigenda pólsku smásöluverslunarinnar Euro Market en þrjár verslanir undir því nafni hafa verið reknar á höfuðborgarsvæðinu. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir því að maðurinn yrði framseldur til Póllands um miðjan desember í fyrra. Maðurinn sætti þá gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Lögregla haldlagði á sínum tíma eignir að verðmæti 200 milljóna, auk fíkniefna að verðmæti um 400 milljóna. Fimm Pólverjar voru handteknir í aðgerðum lögreglu.Sjá einnig: Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Manninum var svo gert að sæta farbanni, síðast samkvæmt úrskurði héraðsdóms í júní síðastliðinn, og var svo úrskurðaður í farbann að nýju í júlí, þá á grundvelli ákvörðunar dómsmálaráðherra um framsal.Boðað var til blaðamannafundar vegna rannsóknarinnar í desember síðastliðnum. Pólska og hollenska lögreglan sat einnig fundinn.Fréttablaðið/ERNIRÓlöglegt að framselja mann sem sætir gæslu vegna annars máls Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti svo í síðustu viku ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal mannsins til Póllands. Í framsalsbeiðninni var byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurður héraðsdóms um framsalið var í kjölfarið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, byggði meðal annars á því að rannsókn lögreglu hér á landi varði önnur brot en þau sem pólsk yfirvöld hafa til rannsóknar og framsalsbeiðni þeirra byggir á. Samkvæmt lögum sé óheimilt að framselja mann ef frelsi hans er takmarkað vegna annars afbrots en í framsalsbeiðni greinir. Landsréttur féllst á að fella úr gildi ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal mannsins til Póllands á grundvelli þessa.Steinbergur Finnbogason, lögmaður.Málið hvorki fugl né fiskur Steinbergur segir í samtali við Vísi að skjólstæðingur sinn verði ekki framseldur að sinni. „Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið farið að lögum, hvorki hjá ráðuneytinu né af hendi ríkissaksóknara og héraðsdómi,“ segir Steinbergur. „Það sem gerist núna er að hann fær allavega tækifæri að verjast í málinu sem hér er til rannsóknar. Þetta er mál sem skroppið hefur saman og er ekki lengur fugl né fiskur í sjálfu sér.“ Þá segir Steinbergur lögreglu og ríkissaksóknara ekki sammála um hvort fíkniefnaviðskiptin, sem upphaflegu aðgerðir lögreglu sneru m.a. að, séu yfir höfuð til rannsóknar. Lögregla haldi því fram en ríkissaksóknari segi þau ekki til rannsóknar. Aðspurður segir Steinbergur að ekkert liggi fyrir um hvort eða hvenær farið verði með málið fyrir dóm. „Það er algjörlega útilokað að segja. Það vekur náttúrulega mikla furðu að þetta mál er, samkvæmt gögnum málsins, búið að vera til rannsóknar síðan snemma árs 2016. Svo var farið í þessar miklu aðgerðir í desember 2017 og haldinn, leyfi ég mér að segja, þessi skondni blaðamannafundur í framhaldinu. Og enn bólar ekki á neinni ákæru.“ Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. 12. febrúar 2018 14:34 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu svokallaða verður ekki framseldur til Póllands. Landsréttur sneri í dag við úrskurði héraðsdóms um að maðurinn yrði framseldur en áður höfðu dómsmálaráðuneytið og ríkissaksóknari komist að sömu niðurstöðu. Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu, sem hann segir öllu minna að umfangi en í upphafi var talið. RÚV greindi fyrst frá.Í farbann í júlí vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Maðurinn er pólskur og er einn eigenda pólsku smásöluverslunarinnar Euro Market en þrjár verslanir undir því nafni hafa verið reknar á höfuðborgarsvæðinu. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir því að maðurinn yrði framseldur til Póllands um miðjan desember í fyrra. Maðurinn sætti þá gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Lögregla haldlagði á sínum tíma eignir að verðmæti 200 milljóna, auk fíkniefna að verðmæti um 400 milljóna. Fimm Pólverjar voru handteknir í aðgerðum lögreglu.Sjá einnig: Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Manninum var svo gert að sæta farbanni, síðast samkvæmt úrskurði héraðsdóms í júní síðastliðinn, og var svo úrskurðaður í farbann að nýju í júlí, þá á grundvelli ákvörðunar dómsmálaráðherra um framsal.Boðað var til blaðamannafundar vegna rannsóknarinnar í desember síðastliðnum. Pólska og hollenska lögreglan sat einnig fundinn.Fréttablaðið/ERNIRÓlöglegt að framselja mann sem sætir gæslu vegna annars máls Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti svo í síðustu viku ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal mannsins til Póllands. Í framsalsbeiðninni var byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurður héraðsdóms um framsalið var í kjölfarið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, byggði meðal annars á því að rannsókn lögreglu hér á landi varði önnur brot en þau sem pólsk yfirvöld hafa til rannsóknar og framsalsbeiðni þeirra byggir á. Samkvæmt lögum sé óheimilt að framselja mann ef frelsi hans er takmarkað vegna annars afbrots en í framsalsbeiðni greinir. Landsréttur féllst á að fella úr gildi ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal mannsins til Póllands á grundvelli þessa.Steinbergur Finnbogason, lögmaður.Málið hvorki fugl né fiskur Steinbergur segir í samtali við Vísi að skjólstæðingur sinn verði ekki framseldur að sinni. „Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið farið að lögum, hvorki hjá ráðuneytinu né af hendi ríkissaksóknara og héraðsdómi,“ segir Steinbergur. „Það sem gerist núna er að hann fær allavega tækifæri að verjast í málinu sem hér er til rannsóknar. Þetta er mál sem skroppið hefur saman og er ekki lengur fugl né fiskur í sjálfu sér.“ Þá segir Steinbergur lögreglu og ríkissaksóknara ekki sammála um hvort fíkniefnaviðskiptin, sem upphaflegu aðgerðir lögreglu sneru m.a. að, séu yfir höfuð til rannsóknar. Lögregla haldi því fram en ríkissaksóknari segi þau ekki til rannsóknar. Aðspurður segir Steinbergur að ekkert liggi fyrir um hvort eða hvenær farið verði með málið fyrir dóm. „Það er algjörlega útilokað að segja. Það vekur náttúrulega mikla furðu að þetta mál er, samkvæmt gögnum málsins, búið að vera til rannsóknar síðan snemma árs 2016. Svo var farið í þessar miklu aðgerðir í desember 2017 og haldinn, leyfi ég mér að segja, þessi skondni blaðamannafundur í framhaldinu. Og enn bólar ekki á neinni ákæru.“
Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. 12. febrúar 2018 14:34 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15
Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00
Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. 12. febrúar 2018 14:34