Fóru leynt með gríðarmikinn gagnaleka og reka nú síðasta naglann í kistu Google+ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 23:15 Google+ var hleypt af stokkunum árið 2011 en náði aldrei fótfestu meðal netverja. Vísir/Getty Tæknirisinn Google hyggst leggja niður samfélagsmiðil sinn Google+ eftir að kerfisgalli veitti utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum allt að 500 þúsund notenda og vina þeirra, sem aldrei höfðu samþykkt skilmála þess efnis. Wall Street Journal greindi fyrst frá gagnalekanum á vef sínum í kvöld.Í minnisblaði, sem yfirmenn hjá Google sendu starfsfólki sínu og Wall Street Journal hefur undir höndum, segir að fyrirtækið hafi fyrst frétt af gagnalekanum í mars síðastliðnum en ákveðið að greina ekki frá honum.Sjá einnig: Google viðurkennir að utanaðkomandi geti lesið Gmail-pósta Um svipað leyti var Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, yfirheyrður frammi fyrir orku- og viðskiptamálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna misferlis fyrirtækisins Cambridge Analytica með persónuupplýsingar milljóna Bandaríkjamanna. Í minnisblaði Google segir að fyrirtækið hafi eindregið viljað komast hjá slíkum málaferlum. Eftir að frétt Wall Street Journal fór í loftið gaf Google út yfirlýsingu um að lokað yrði fyrir aðgang allra notenda Google+ og samfélagsmiðillinn verði þannig tekinn alveg úr notkun næsta árið. Þá var tekið fram að samkvæmt lögum hafi Google ekki borið skylda til að tilkynna notendum sínum um gagnalekann. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að 438 utanaðkomandi aðilar, þ.e. smáforrit sem ekki tengjast Google, kunni að hafa komist yfir persónuupplýsingar allt að 500 þúsund notenda Google+. Engin leið sé þó að komast að því hversu viðamikill lekinn var og hvort upplýsingarnar hafi verið notaðar. Þá hyggst fyrirtækið bæta öryggi notenda sinna, til að mynda með því að gera þeim kleift að takmarka enn frekar hvaða upplýsingum þeir deila með forritum ótengdum Google. Google+ var hleypt af stokkunum árið 2011 en náði aldrei fótfestu meðal netverja. Facebook Google Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Google fylgist með notendum í leyfisleysi Í nýrri rannsókn AP kemur fram að Google fylgist með notendum sínum óumbeðið. 14. ágúst 2018 20:54 Herða árásir á Google Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trupm, sem forseta Bandaríkjanna sem á að vera til marks um mismunun fyrirtækisins gagnvart íhaldsmönnum. 13. september 2018 11:56 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Sjá meira
Tæknirisinn Google hyggst leggja niður samfélagsmiðil sinn Google+ eftir að kerfisgalli veitti utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum allt að 500 þúsund notenda og vina þeirra, sem aldrei höfðu samþykkt skilmála þess efnis. Wall Street Journal greindi fyrst frá gagnalekanum á vef sínum í kvöld.Í minnisblaði, sem yfirmenn hjá Google sendu starfsfólki sínu og Wall Street Journal hefur undir höndum, segir að fyrirtækið hafi fyrst frétt af gagnalekanum í mars síðastliðnum en ákveðið að greina ekki frá honum.Sjá einnig: Google viðurkennir að utanaðkomandi geti lesið Gmail-pósta Um svipað leyti var Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, yfirheyrður frammi fyrir orku- og viðskiptamálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna misferlis fyrirtækisins Cambridge Analytica með persónuupplýsingar milljóna Bandaríkjamanna. Í minnisblaði Google segir að fyrirtækið hafi eindregið viljað komast hjá slíkum málaferlum. Eftir að frétt Wall Street Journal fór í loftið gaf Google út yfirlýsingu um að lokað yrði fyrir aðgang allra notenda Google+ og samfélagsmiðillinn verði þannig tekinn alveg úr notkun næsta árið. Þá var tekið fram að samkvæmt lögum hafi Google ekki borið skylda til að tilkynna notendum sínum um gagnalekann. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að 438 utanaðkomandi aðilar, þ.e. smáforrit sem ekki tengjast Google, kunni að hafa komist yfir persónuupplýsingar allt að 500 þúsund notenda Google+. Engin leið sé þó að komast að því hversu viðamikill lekinn var og hvort upplýsingarnar hafi verið notaðar. Þá hyggst fyrirtækið bæta öryggi notenda sinna, til að mynda með því að gera þeim kleift að takmarka enn frekar hvaða upplýsingum þeir deila með forritum ótengdum Google. Google+ var hleypt af stokkunum árið 2011 en náði aldrei fótfestu meðal netverja.
Facebook Google Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Google fylgist með notendum í leyfisleysi Í nýrri rannsókn AP kemur fram að Google fylgist með notendum sínum óumbeðið. 14. ágúst 2018 20:54 Herða árásir á Google Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trupm, sem forseta Bandaríkjanna sem á að vera til marks um mismunun fyrirtækisins gagnvart íhaldsmönnum. 13. september 2018 11:56 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Sjá meira
Google fylgist með notendum í leyfisleysi Í nýrri rannsókn AP kemur fram að Google fylgist með notendum sínum óumbeðið. 14. ágúst 2018 20:54
Herða árásir á Google Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trupm, sem forseta Bandaríkjanna sem á að vera til marks um mismunun fyrirtækisins gagnvart íhaldsmönnum. 13. september 2018 11:56
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf