Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2018 13:27 Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra sveitastjórnarmála. Vísir/hanna Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitastjórnamála, segir að viðmælandi RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Ráðherra segir að gera verði þá kröfu til þeirra sem um málin fjalla að þeir fari ekki með rangt mál. Ráðherra vísar þar í orð Óttars Yngvasonar, lögmanns náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa og viðmælanda í frétt RÚV, um að sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði heyri sögunni til eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrr í vikunni. Óttar sagði sömuleiðis að verið væri að ýkja mikilvægi fiskeldisins á Vestfjörðum, að í raun væru fimm til tíu manns væru við vinnu við eldið á Patreksfirði og „kannski 25“ í Arnarfirði.Rétt að bregðast við Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að sér hafi fundist rétt sem byggðamálaráðherra að bregðast við og koma réttum upplýsingum á framfæri en fyrr í dag birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hann bendir á að í nýlegri samantekt Byggðastofnunar komi fram að um 160 til 170 bein störf séu hjá fyrirtækjunum i fiskeldinu og um 150 óbein störf. „Það þýðir að yfir 300 störf eru beintengd fiskeldinu fyrir vestan og uppbyggingu þess.“ Hann segir ekkert að því að menn hafi skiptar skoðanir á einstökum atvinnugreinum eða hlutum. „Það er þó lágmark að menn fari með rétt mál þegar þeir tala um mikilvægi starfanna, fjölda og áhrif á byggðirnar.“Fiskeldið komið til að vera Sigurður Ingi segir mikilvægt að finna lausnir á málinu. „Fiskeldi sem atvinnugrein hefur reynst mjög vel, ekki bara á Íslandi heldur líka í útlöndum, fyrir byggðir sem hafa þurft að þola mikla fólksfækkun og verið ákjósanlegt tæki til þess í fullkominni sátt við allt og alla. Það hlýtur að vera hægt að gera það á Íslandi. Fiskeldi er komið til að vera sem öflug atvinnugrein og er undirstaða byggðar á þessu svæði og víðar.“ Lesa má færslu Sigurðar Inga að neðan. Fiskeldi Tálknafjörður Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitastjórnamála, segir að viðmælandi RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Ráðherra segir að gera verði þá kröfu til þeirra sem um málin fjalla að þeir fari ekki með rangt mál. Ráðherra vísar þar í orð Óttars Yngvasonar, lögmanns náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa og viðmælanda í frétt RÚV, um að sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði heyri sögunni til eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrr í vikunni. Óttar sagði sömuleiðis að verið væri að ýkja mikilvægi fiskeldisins á Vestfjörðum, að í raun væru fimm til tíu manns væru við vinnu við eldið á Patreksfirði og „kannski 25“ í Arnarfirði.Rétt að bregðast við Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að sér hafi fundist rétt sem byggðamálaráðherra að bregðast við og koma réttum upplýsingum á framfæri en fyrr í dag birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hann bendir á að í nýlegri samantekt Byggðastofnunar komi fram að um 160 til 170 bein störf séu hjá fyrirtækjunum i fiskeldinu og um 150 óbein störf. „Það þýðir að yfir 300 störf eru beintengd fiskeldinu fyrir vestan og uppbyggingu þess.“ Hann segir ekkert að því að menn hafi skiptar skoðanir á einstökum atvinnugreinum eða hlutum. „Það er þó lágmark að menn fari með rétt mál þegar þeir tala um mikilvægi starfanna, fjölda og áhrif á byggðirnar.“Fiskeldið komið til að vera Sigurður Ingi segir mikilvægt að finna lausnir á málinu. „Fiskeldi sem atvinnugrein hefur reynst mjög vel, ekki bara á Íslandi heldur líka í útlöndum, fyrir byggðir sem hafa þurft að þola mikla fólksfækkun og verið ákjósanlegt tæki til þess í fullkominni sátt við allt og alla. Það hlýtur að vera hægt að gera það á Íslandi. Fiskeldi er komið til að vera sem öflug atvinnugrein og er undirstaða byggðar á þessu svæði og víðar.“ Lesa má færslu Sigurðar Inga að neðan.
Fiskeldi Tálknafjörður Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22