Héldum bara áfram að prjóna og taka slátur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 13:00 Mæðginin Guðrún og Sigurjón Geir Eiðsson. Fréttablaðið/Ernir Mæðginin Sigurjón Geir Eiðsson og Guðrún Sigurjónsdóttir hitta blaðamann í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Sigurjón Geir stundar þar nám en fjölskyldan býr á Glitstöðum sem eru skammt frá í firðinum rétt við Grábrók. Fyrir tíu árum voru foreldrar hans á heimleið af fæðingardeildinni með hann. Þau kveiktu á útvarpinu og hlustuðu á Geir Haarde biðja guð um að blessa Ísland á ferð undir Hafnarfjalli. „Við áttum hann 2. október. Ég fékk að liggja á fæðingardeildinni í fjóra daga og þá var að hefjast fréttaumfjöllun sem tengdist hruninu. Ég hef aldrei haft eins gott næði til að horfa á fréttir. Ég var ein á stofu og það var eiginlega svolítið ógnvænlegt. En svo vorum við að keyra heim 6. október og vorum stödd undir Hafnarfjalli þegar Geir flutti þetta lamandi ávarp sitt sem allir muna eftir hvar þeir voru þegar það var flutt,“ segir Guðrún. „Maður var að koma með nýjan einstakling inn í þessar aðstæður,“ segir Guðrún og segir að þau hjón hafi að sjálfsögðu fundið til meiri ábyrgðar en vanalega. „En við vissum reyndar að það þyrfti mikið til að líf okkar myndi raskast mikið, en auðvitað hafði þetta áhrif. En svona kreppa kemur misjafnlega mikið niður á fólki, hún kom ekki eins við sveitirnar eins og aðra. Þenslan var ekki jafn mikil hjá okkur. Þetta brjálæði sem var búið að vera skilaði sér ekki endilega í launaumslögin hjá okkur. Við héldum bara áfram að prjóna og taka slátur, tala saman. Okkur varð ekki haggað. Við gerðum allt eins og áður og gerum enn,“ segir Guðrún. „Mér fannst við vera á réttri leið í samfélaginu eftir hrun. En því miður þá finnst mér bullið aftur orðið ískyggilega mikið. Nú er aftur mikil neysla þó að það sé ekki mikil skuldasöfnun eins og var áður. En neyslan og þenslan, hún er ekki hér í sveitinni. Það sem maður óttast mest eru afleiðingar þess að boginn verði aftur of hátt spenntur. Sumir fara alltaf fram úr sér og svo þarf alltaf að borga brúsann og það deilist á okkur öll,“ segir hún. Sigurjón segist vita í grófum dráttum um hvað hrunið snerist. „Fyrst og fremst fóru bankarnir á hausinn. En síðan veit ég ekkert meira um það,“ segir hann. Um peninga og góðæri segir hann: „Það er misjafnt hvort það er gott að eiga mikið af þeim eða lítið. Það fer eftir ýmsu,“ segir hann. Hann er ekki harðákveðinn í því hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Guðrún móðir hans segir að fyrir stuttu hafi hann ætlað sér að verða fuglafræðingur. Á hann sér þá uppáhaldsfugl? „Já, það er glókollur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tíu ár frá hruni Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Mæðginin Sigurjón Geir Eiðsson og Guðrún Sigurjónsdóttir hitta blaðamann í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Sigurjón Geir stundar þar nám en fjölskyldan býr á Glitstöðum sem eru skammt frá í firðinum rétt við Grábrók. Fyrir tíu árum voru foreldrar hans á heimleið af fæðingardeildinni með hann. Þau kveiktu á útvarpinu og hlustuðu á Geir Haarde biðja guð um að blessa Ísland á ferð undir Hafnarfjalli. „Við áttum hann 2. október. Ég fékk að liggja á fæðingardeildinni í fjóra daga og þá var að hefjast fréttaumfjöllun sem tengdist hruninu. Ég hef aldrei haft eins gott næði til að horfa á fréttir. Ég var ein á stofu og það var eiginlega svolítið ógnvænlegt. En svo vorum við að keyra heim 6. október og vorum stödd undir Hafnarfjalli þegar Geir flutti þetta lamandi ávarp sitt sem allir muna eftir hvar þeir voru þegar það var flutt,“ segir Guðrún. „Maður var að koma með nýjan einstakling inn í þessar aðstæður,“ segir Guðrún og segir að þau hjón hafi að sjálfsögðu fundið til meiri ábyrgðar en vanalega. „En við vissum reyndar að það þyrfti mikið til að líf okkar myndi raskast mikið, en auðvitað hafði þetta áhrif. En svona kreppa kemur misjafnlega mikið niður á fólki, hún kom ekki eins við sveitirnar eins og aðra. Þenslan var ekki jafn mikil hjá okkur. Þetta brjálæði sem var búið að vera skilaði sér ekki endilega í launaumslögin hjá okkur. Við héldum bara áfram að prjóna og taka slátur, tala saman. Okkur varð ekki haggað. Við gerðum allt eins og áður og gerum enn,“ segir Guðrún. „Mér fannst við vera á réttri leið í samfélaginu eftir hrun. En því miður þá finnst mér bullið aftur orðið ískyggilega mikið. Nú er aftur mikil neysla þó að það sé ekki mikil skuldasöfnun eins og var áður. En neyslan og þenslan, hún er ekki hér í sveitinni. Það sem maður óttast mest eru afleiðingar þess að boginn verði aftur of hátt spenntur. Sumir fara alltaf fram úr sér og svo þarf alltaf að borga brúsann og það deilist á okkur öll,“ segir hún. Sigurjón segist vita í grófum dráttum um hvað hrunið snerist. „Fyrst og fremst fóru bankarnir á hausinn. En síðan veit ég ekkert meira um það,“ segir hann. Um peninga og góðæri segir hann: „Það er misjafnt hvort það er gott að eiga mikið af þeim eða lítið. Það fer eftir ýmsu,“ segir hann. Hann er ekki harðákveðinn í því hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Guðrún móðir hans segir að fyrir stuttu hafi hann ætlað sér að verða fuglafræðingur. Á hann sér þá uppáhaldsfugl? „Já, það er glókollur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tíu ár frá hruni Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira