Glöggskyggni Guðrún Vilmundardóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Ég er ekki mannglögg. Í vor var útgáfuboð fyrir dr. Guðmund Eggertsson. Þegar ég hafði lokið embættisskyldum sem útgefandi og bóksali, blandaði ég mér í selskapinn í kringum höfund. Þar var fríðleiksmaður, Guðmundur greinilega gamall kennari hans (ég kann að lesa aðstæður, þó að ég sé ekki mannglögg), sem fólk óskaði til hamingju með nýtt starf. Ég vatt mér í samræðurnar með nokkurri sveiflu: „Og hvert er starfið, sem óskað er til hamingju með?“ Fólk horfði vinsamlega, en með ákveðið vorkunnarblik í auga, á mig. „Umhverfisráðherra,“ svaraði maðurinn vingjarnlega. „Einmitt,“ sagði ég. „Gratúlera.“ Leit svo í kringum mig og velti fyrir mér hverjir af viðstöddum höfundum væru líklegir til að leita sér tafarlaust að öðrum útgefanda. „Ég hef verið erlendis,“ sagði ég. Það var ákveðinn hálfsannleikur. Ég dvaldi í London í febrúar. Fyrir fáeinum árum var ég með vinkonu minni á þeim fræga veitingastað Sirkus. Á þessum tíma vann ég í Borgarleikhúsinu. Þetta var seinnipartinn og ég sótti handa okkur drykki á barinn – þar hitti ég gamlan stjörnuleikara – slíkir leikarar þekkjast langar leiðir – en mig langaði ekki til að ræða leikhúsmál svo ég lét nægja að nikka kumpánlega, og hann á móti. Við vorum greinilega dús. Þegar ég kom aftur til vinkonu minnar sagði hún: „Það fer aldeilis vel á með ykkur.“ Ég útskýrði fyrir henni að leiklistin sameinaði fólk. „Við erum öll á sama báti,“ sagði ég. Eitthvað var einsog hún væri efins um það að við tvö værum sem einn maður og spurði: „Manstu, Gurra mín, hvað þessi gamli kollegi þinn heitir?“ Nei, ekki kom ég því nú fyrir mig. Þá dró hún fram servéttu og penna og skrifaði: Harrison Ford. Ég leit aftur á manninn við barinn. Og sá í hendi mér að ég hefði þekkt hann, hefði hann verið með hattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Ég er ekki mannglögg. Í vor var útgáfuboð fyrir dr. Guðmund Eggertsson. Þegar ég hafði lokið embættisskyldum sem útgefandi og bóksali, blandaði ég mér í selskapinn í kringum höfund. Þar var fríðleiksmaður, Guðmundur greinilega gamall kennari hans (ég kann að lesa aðstæður, þó að ég sé ekki mannglögg), sem fólk óskaði til hamingju með nýtt starf. Ég vatt mér í samræðurnar með nokkurri sveiflu: „Og hvert er starfið, sem óskað er til hamingju með?“ Fólk horfði vinsamlega, en með ákveðið vorkunnarblik í auga, á mig. „Umhverfisráðherra,“ svaraði maðurinn vingjarnlega. „Einmitt,“ sagði ég. „Gratúlera.“ Leit svo í kringum mig og velti fyrir mér hverjir af viðstöddum höfundum væru líklegir til að leita sér tafarlaust að öðrum útgefanda. „Ég hef verið erlendis,“ sagði ég. Það var ákveðinn hálfsannleikur. Ég dvaldi í London í febrúar. Fyrir fáeinum árum var ég með vinkonu minni á þeim fræga veitingastað Sirkus. Á þessum tíma vann ég í Borgarleikhúsinu. Þetta var seinnipartinn og ég sótti handa okkur drykki á barinn – þar hitti ég gamlan stjörnuleikara – slíkir leikarar þekkjast langar leiðir – en mig langaði ekki til að ræða leikhúsmál svo ég lét nægja að nikka kumpánlega, og hann á móti. Við vorum greinilega dús. Þegar ég kom aftur til vinkonu minnar sagði hún: „Það fer aldeilis vel á með ykkur.“ Ég útskýrði fyrir henni að leiklistin sameinaði fólk. „Við erum öll á sama báti,“ sagði ég. Eitthvað var einsog hún væri efins um það að við tvö værum sem einn maður og spurði: „Manstu, Gurra mín, hvað þessi gamli kollegi þinn heitir?“ Nei, ekki kom ég því nú fyrir mig. Þá dró hún fram servéttu og penna og skrifaði: Harrison Ford. Ég leit aftur á manninn við barinn. Og sá í hendi mér að ég hefði þekkt hann, hefði hann verið með hattinn.