Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum Heimsljós kynnir 26. september 2018 09:00 Höfuðstöðvar Alþjóðabankans í Washington D.C. World Bank / Simone D. McCourtie (CC BY-NC-ND 2.0) Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum var haldinn dagana 24. og 25. september sl. í Reykjavík. Kjördæmið hittist reglulega í höfuðborgum ríkjanna til að samræma afstöðu og bera saman bækur í aðdraganda ársfunda og vorfunda Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en næsti ársfundur verður haldinn dagana 12.-14. október nk. Það sem ber hæst í nýjum áherslum í starfi Alþjóðabankans er hvernig nýta má mannauð og nýja tækni til framþróunar. Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni. Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í þróunarsamvinnu Íslands. Ísland tekur virkan þátt í stefnumótun og fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og deila ríkin átta stjórnarsæti í bankanum og samræma málflutning sinn og afstöðu til einstakra málefna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent
Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum var haldinn dagana 24. og 25. september sl. í Reykjavík. Kjördæmið hittist reglulega í höfuðborgum ríkjanna til að samræma afstöðu og bera saman bækur í aðdraganda ársfunda og vorfunda Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en næsti ársfundur verður haldinn dagana 12.-14. október nk. Það sem ber hæst í nýjum áherslum í starfi Alþjóðabankans er hvernig nýta má mannauð og nýja tækni til framþróunar. Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni. Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í þróunarsamvinnu Íslands. Ísland tekur virkan þátt í stefnumótun og fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og deila ríkin átta stjórnarsæti í bankanum og samræma málflutning sinn og afstöðu til einstakra málefna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent