Vísir hefur fjallað um hrun krónunnar sem er umtalsverð. Fáir virðast hafa skýringar sem hönd á festir, ýmislegt er nefnt en í gær kom fram að auðmenn eru að flytja sparnað sinn yfir í erlendan gjaldeyri. Krónan er ekki sterkari á svellinu en svo að það þolir hún ekki.
„Hver er ábyrgð þessa fólks?“ spyr Ragnar Þór eftir að hafa fordæmt fréttaflutning og viðtöl við sérfærðinga sem vilja meina að fjármagnseigendur forði nú fjármunum sínum úr íslenska hagkerfinu á þeim forsendum að krónan muni gefa eftir vegna komandi kjaraviðræðna.
„Er efnaðasta fólki landsins svona nákvæmlega andskotans sama um þjóðina, börnin okkar og fólkið sem skrapar tekjubotninn og sannanlega býr til auð þeirra? Mér persónulega finnst þessi orðræða og framkoma auðstéttarinnar viðbjóðsleg og er þá vægt til orða tekið,“ segir Ragnar Þór.
Pistil hans í heild sinni má sjá hér neðar.