Jóhann Þór: Veit ekki hvort ég haldi áfram hérna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. október 2018 21:16 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. vísir/ernir Það var ekki laust við ákveðið vonleysi hjá Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir 97-62 tapið gegn Keflavík á heimavelli í kvöld og hann íhugar að hætta þjálfun liðsins. „Liðið mitt er eins og það sé enn júní og við í einhverjum leik, í einhverjum pick-up bolta. Mig langar að segja svo margt en ég ætla að láta það ógert. Það eina jákvæða er hvernig fólkið mætir hérna og ég vona að það sé komið til að vera. Það eru sjálfsagt fleiri hér í kvöld en mættu á alla 11 leikina hér í Pepsi-deildinni í sumar,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Keflavík tók yfirhöndina strax í upphafi og Jóhann sagði að hann sæi enga ástæðu fyrir því af hverju hans menn mættu jafn illa til leiks. „Ég er algjörlega mát. Við erum rúnir öllu sjálfstrausti, það er alveg sama hver það er í mínu liði. Það eru allir í mínu liði eins og þeir séu að sjá körfubolta í fyrsta skipti. Það er alvega sama hvað við gerum, hvað við reynum. Þetta er eins og lélegur pick-up bolti það sem við erum að bjóða uppá hérna.“ „Þetta eru svipuð gæði og við buðum uppá gegn Breiðablik og Skallagrími. Hér mætum við hörkugóðu liði Keflavíkur og ef Sverrir hefði spilað á sínu sterkasta liði hefðu þeir farið í 150 stig. Eins og ég segi þá langar mig að segja svo margt en ég bara get það ekki.“ Grindavík sendi Grikkjann Michael Liapis frá sér í síðustu viku og búast við að bæta við sig Bosman-leikmanni áður en langt um líður. „Það var farið af stað en eins og staðan er núna hef ég mikilvægari hluti að hugsa um, hvort ég ætli að halda yfirhöfuð áfram hérna. Þetta er hræðilegt.“ Ertu að íhuga það að hætta með liðið? „Já, ég verð að viðurkenna það.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Það var ekki laust við ákveðið vonleysi hjá Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir 97-62 tapið gegn Keflavík á heimavelli í kvöld og hann íhugar að hætta þjálfun liðsins. „Liðið mitt er eins og það sé enn júní og við í einhverjum leik, í einhverjum pick-up bolta. Mig langar að segja svo margt en ég ætla að láta það ógert. Það eina jákvæða er hvernig fólkið mætir hérna og ég vona að það sé komið til að vera. Það eru sjálfsagt fleiri hér í kvöld en mættu á alla 11 leikina hér í Pepsi-deildinni í sumar,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Keflavík tók yfirhöndina strax í upphafi og Jóhann sagði að hann sæi enga ástæðu fyrir því af hverju hans menn mættu jafn illa til leiks. „Ég er algjörlega mát. Við erum rúnir öllu sjálfstrausti, það er alveg sama hver það er í mínu liði. Það eru allir í mínu liði eins og þeir séu að sjá körfubolta í fyrsta skipti. Það er alvega sama hvað við gerum, hvað við reynum. Þetta er eins og lélegur pick-up bolti það sem við erum að bjóða uppá hérna.“ „Þetta eru svipuð gæði og við buðum uppá gegn Breiðablik og Skallagrími. Hér mætum við hörkugóðu liði Keflavíkur og ef Sverrir hefði spilað á sínu sterkasta liði hefðu þeir farið í 150 stig. Eins og ég segi þá langar mig að segja svo margt en ég bara get það ekki.“ Grindavík sendi Grikkjann Michael Liapis frá sér í síðustu viku og búast við að bæta við sig Bosman-leikmanni áður en langt um líður. „Það var farið af stað en eins og staðan er núna hef ég mikilvægari hluti að hugsa um, hvort ég ætli að halda yfirhöfuð áfram hérna. Þetta er hræðilegt.“ Ertu að íhuga það að hætta með liðið? „Já, ég verð að viðurkenna það.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00