Katrín gagnrýndi þingmann fyrir óboðlegan málflutning Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:00 Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira