Kannabis löglegt í Kanada á morgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. október 2018 09:00 Starfsmaðir hlúir að plöntum ræktandans Delta 9 í Kanada.. Þær má selja frá og með morgundeginum. Getty/Trevor Hagan Á morgun verður Kanada annað ríkið í heiminum til þess að lögleiða kannabisneyslu í afþreyingarskyni um allt land, að öllu leyti. Fetar Norður-Ameríkuríkið þannig í fótspor Úrúgvæ þar sem neysla kannabisefna í lækninga- og afþreyingarskyni sem og ræktun kannabiss til einkanota hefur verið lögleg frá árinu 2013. Kannabis er nú þegar löglegt í lækningaskyni í Kanada en neysla, kaup og sala í afþreyingarskyni og ræktun verður lögleg á morgun. „Þetta verður merkilegur dagur í sögu Kanada. Við munum horfa aftur til hans með stolti,“ hafði The New York Times eftir Hilary Black, einum helsta talsmanni Kanadamanna fyrir lögleiðingu kannabisefna og starfsmanni kanadíska fyrirtækisins Canopy Growth Corporation.Mynd/FréttablaðiðKannabislögin svokölluðu voru samþykkt í öldungadeild kanadíska þingsins þann 20. júní síðastliðinn með 52 atkvæðum gegn 29. Frumvarpið fór reyndar oft í gegnum þingið enda tók það reglulega breytingum. „Of lengi hefur verið of auðvelt fyrir börnin okkar að nálgast kannabis og fyrir glæpamenn að hagnast á braski með það. Í dag höfum við breytt því. Áform okkar um að lögleiða og regluvæða verslun með kannabis komst rétt í þessu í gegnum öldungadeildina. #staðiðviðloforð,“ tísti forsætisráðherrann Justin Trudeau í júní en lögleiðing var eitt kosningaloforða hans. The New York Times er einn þeirra miðla sem hafa fjallað ítarlega um kanadísku kannabislögin undanfarna daga. Í umfjöllun um helgina kom fram að þótt kannabis væri ekki enn orðið löglegt hefðu 42,5 prósent Kanadamanna prófað að neyta kannabisefna. Þar af 16 prósent undanfarna þrjá mánuði. Sami miðill ræddi við Geraint Osborne, félagsfræðiprófessor við Háskólann í Alberta, sem hefur rannsakað kannabisneyslu í þrettán ár. „Ég býst ekki við því að við munum horfa upp á stóraukna kannabisneyslu vegna löggjafarinnar nema ef til vill á fyrstu dögunum eða vikunum þar sem þetta er nýtt fyrir mörgum,“ sagði Osborne. En þótt kannabis verði löglegt í Kanada á morgun, og nærri aldargömul bannstefna líði undir lok, munu þó umfangsmiklar reglur gilda um sölu, vörslu og neyslu, að því er CBC greinir frá. Regluverkið er mismunandi eftir fylkjum. Sums staðar mun hið opinbera sjá um sölu, annars staðar einkaaðilar. Til að mynda er eingöngu búið að koma upp einni opinberri verslun í Bresku-Kólumbíu og sala í Nunavut mun fara fram í gegnum síma. Mismunandi er eftir fylkjum hvort kaupendur þurfi að vera orðnir átján eða nítján ára. Hvergi nema í Quebec má svo eiga meira en 30 grömm en þar má eiga 150 grömm. Hins vegar má eiga ótakmarkað magn í New Brunswick, en einungis 30 grömm mega fara út úr húsi í senn. Takmarkanir eru sömuleiðis settar við neyslustaði. Andrew Hathaway, prófessor í félagsfræði við Guelph-háskóla, sagði við The New York Times að hinar nýju reglugerðir væru innleiddar sérstaklega til að draga úr kannabisneyslu, ekki hvetja til hennar. „Sumir tala um þessar reglur sem aðra útgáfu bannstefnunnar. Þessar reglugerðir hafa í för með sér aukið eftirlit.“ Búast má við því að ýmsir muni hagnast á lögleiðingu kannabisefna í Kanada. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna ræktendur en samkvæmt umfjöllun BBC í gær er einnig búist við því að lögfræðingar, ferðaþjónustuaðilar, matvælaiðnaðurinn og jafnvel fasteignasalar sjái gróðatækifæri í nýju löggjöfinni. Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kanada Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Lögleiðing kannabis nálgast Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi. 8. júní 2018 08:21 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Á morgun verður Kanada annað ríkið í heiminum til þess að lögleiða kannabisneyslu í afþreyingarskyni um allt land, að öllu leyti. Fetar Norður-Ameríkuríkið þannig í fótspor Úrúgvæ þar sem neysla kannabisefna í lækninga- og afþreyingarskyni sem og ræktun kannabiss til einkanota hefur verið lögleg frá árinu 2013. Kannabis er nú þegar löglegt í lækningaskyni í Kanada en neysla, kaup og sala í afþreyingarskyni og ræktun verður lögleg á morgun. „Þetta verður merkilegur dagur í sögu Kanada. Við munum horfa aftur til hans með stolti,“ hafði The New York Times eftir Hilary Black, einum helsta talsmanni Kanadamanna fyrir lögleiðingu kannabisefna og starfsmanni kanadíska fyrirtækisins Canopy Growth Corporation.Mynd/FréttablaðiðKannabislögin svokölluðu voru samþykkt í öldungadeild kanadíska þingsins þann 20. júní síðastliðinn með 52 atkvæðum gegn 29. Frumvarpið fór reyndar oft í gegnum þingið enda tók það reglulega breytingum. „Of lengi hefur verið of auðvelt fyrir börnin okkar að nálgast kannabis og fyrir glæpamenn að hagnast á braski með það. Í dag höfum við breytt því. Áform okkar um að lögleiða og regluvæða verslun með kannabis komst rétt í þessu í gegnum öldungadeildina. #staðiðviðloforð,“ tísti forsætisráðherrann Justin Trudeau í júní en lögleiðing var eitt kosningaloforða hans. The New York Times er einn þeirra miðla sem hafa fjallað ítarlega um kanadísku kannabislögin undanfarna daga. Í umfjöllun um helgina kom fram að þótt kannabis væri ekki enn orðið löglegt hefðu 42,5 prósent Kanadamanna prófað að neyta kannabisefna. Þar af 16 prósent undanfarna þrjá mánuði. Sami miðill ræddi við Geraint Osborne, félagsfræðiprófessor við Háskólann í Alberta, sem hefur rannsakað kannabisneyslu í þrettán ár. „Ég býst ekki við því að við munum horfa upp á stóraukna kannabisneyslu vegna löggjafarinnar nema ef til vill á fyrstu dögunum eða vikunum þar sem þetta er nýtt fyrir mörgum,“ sagði Osborne. En þótt kannabis verði löglegt í Kanada á morgun, og nærri aldargömul bannstefna líði undir lok, munu þó umfangsmiklar reglur gilda um sölu, vörslu og neyslu, að því er CBC greinir frá. Regluverkið er mismunandi eftir fylkjum. Sums staðar mun hið opinbera sjá um sölu, annars staðar einkaaðilar. Til að mynda er eingöngu búið að koma upp einni opinberri verslun í Bresku-Kólumbíu og sala í Nunavut mun fara fram í gegnum síma. Mismunandi er eftir fylkjum hvort kaupendur þurfi að vera orðnir átján eða nítján ára. Hvergi nema í Quebec má svo eiga meira en 30 grömm en þar má eiga 150 grömm. Hins vegar má eiga ótakmarkað magn í New Brunswick, en einungis 30 grömm mega fara út úr húsi í senn. Takmarkanir eru sömuleiðis settar við neyslustaði. Andrew Hathaway, prófessor í félagsfræði við Guelph-háskóla, sagði við The New York Times að hinar nýju reglugerðir væru innleiddar sérstaklega til að draga úr kannabisneyslu, ekki hvetja til hennar. „Sumir tala um þessar reglur sem aðra útgáfu bannstefnunnar. Þessar reglugerðir hafa í för með sér aukið eftirlit.“ Búast má við því að ýmsir muni hagnast á lögleiðingu kannabisefna í Kanada. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna ræktendur en samkvæmt umfjöllun BBC í gær er einnig búist við því að lögfræðingar, ferðaþjónustuaðilar, matvælaiðnaðurinn og jafnvel fasteignasalar sjái gróðatækifæri í nýju löggjöfinni. Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kanada Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Lögleiðing kannabis nálgast Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi. 8. júní 2018 08:21 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00
Lögleiðing kannabis nálgast Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi. 8. júní 2018 08:21