Sumar kröfur verkalýðshreyfinga ríma við aðgerðir stjórnvalda Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 13. október 2018 16:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira