Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. október 2018 14:14 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira
Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28
Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51