Sam Hewson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki en þetta var staðfest á blaðamannafundi í Árbænum i dag.
Sam var samningslaus í haust eftir að tímabilinu lýkur kemur frá Grindavík þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil.
Þar áður var Sam á mála hjá FH þar sem hann var meðal annars Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016 en hann kom fyrst til landsins til Fram.
Sam er uppalinn í akademíu Manchester United en er nú þrítugur. Hann skrifar undir þriggja ára samning við Fylki sem hafnaði í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.
Sam kemur til með að fylla skarð Ásgeirs Barkar sem er að yfirgefa Fylki en það staðfesti hann með yfirlýsingu fyrr í dag.
Helgi Sigurðsson er áfram þjálfari Fylkis en hann samdi við liðið til tveggja ára á dögunum en hann hefur stýrt liðinu síðustu tvö tímabil.
Sam Hewson í Fylki
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
