Eyjamenn fá helmingsafslátt í Herjólf Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 29. október 2018 07:40 Stefnt er að því að sigla 7 sinnum á dag þegar nýi Herjólfur verður tekinn í notkun. Vísir/Einar Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum. Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum.
Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00