Segir heimaþjónustu fyrir aldraða með fíknivanda hafa reynst vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2018 23:30 Líney Úlfarsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““ Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““
Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45