Íslenska karlalandsliðið mætir því tyrkneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2020 í dag. Leikurinn fer fram í Ankara, höfuðborg Tyrklands, og hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandslið Íslands og Tyrklands mætast.
Ísland er með tvö stig í riðlinum eftir stórsigur á Grikklandi, 35-21, á miðvikudaginn. Tyrkland er án stiga en liðið tapaði fyrir Makedóníu á útivelli, 31-27, í fyrradag. Tyrkir létu Makedóníumenn hafa fyrir hlutunum og Íslendingar mega búast við erfiðari leik en gegn Grikkjum.
Nokkrir leikmenn í landsliðshópi Tyrklands leika með Besiktas sem hefur verið fastagestur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á undanförnum árum.
