Telja úrtöluraddir vera áróður forréttindahópa Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2018 06:00 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi. Fréttablaðið/Eyþór Verkalýðsleiðtogar segja gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum út í hött. Vísa þeir úrtöluröddum til föðurhúsanna. Grímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, segir þetta daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir hræsni að nú segist menn óttast um stöðugleikann. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Verkalýðsleiðtogar segja gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum út í hött. Vísa þeir úrtöluröddum til föðurhúsanna. Grímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, segir þetta daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir hræsni að nú segist menn óttast um stöðugleikann. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00
Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00