Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Karl Lúðvíksson skrifar 22. október 2018 11:00 Veiðitímabilið er að verða búið en veiðimenn eru þegar farnir að bóka fyrir næsta sumar Nú eru aðeins örfáir dagar þangað til allri stangveiði lýkur en veiðimenn eru engu að síður farnir að bóka fyrir sumarið 2019. Það er mikið bókað og í einhverjum tilfellum finna veiðileyfasalar greinilega aukningu á bókunum. Lækkandi gengi krónunnar getur vissulega haft einhver áhrif og en það voru dæmi um að erlendir veiðimenn hættu við veiðiferðir til Íslands þegar breska pundið sem dæmi var orðið mjög lágt. Nokkur aukning hefur verið á bókunum eftir að pundið hækkaði. Hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur hefur forsölutímabilið gengið mjög vel og er svo komið að Haukadalsá og Straumfjarðará eru að verða uppseldar. "Þetta hefur gengið mjög vel og staðan er þannig núna að bæði Haukadalsá og Straumfjarðará eru að verða uppseldar. Langá er langt komin en hún er nú þegar uppseld út júlí en miðað við eftirspurn væri líklega hægt að selja þann mánuð tvisvar" sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Veiðivísi. "Síðan hefur verið aukin eftirspurn í Mývatnssveit og Laxárdalinn en Laxárdalurinn hefur verið að koma mjög sterkur inn aftur sem er ánægjulegt" bætir Ari við. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði
Nú eru aðeins örfáir dagar þangað til allri stangveiði lýkur en veiðimenn eru engu að síður farnir að bóka fyrir sumarið 2019. Það er mikið bókað og í einhverjum tilfellum finna veiðileyfasalar greinilega aukningu á bókunum. Lækkandi gengi krónunnar getur vissulega haft einhver áhrif og en það voru dæmi um að erlendir veiðimenn hættu við veiðiferðir til Íslands þegar breska pundið sem dæmi var orðið mjög lágt. Nokkur aukning hefur verið á bókunum eftir að pundið hækkaði. Hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur hefur forsölutímabilið gengið mjög vel og er svo komið að Haukadalsá og Straumfjarðará eru að verða uppseldar. "Þetta hefur gengið mjög vel og staðan er þannig núna að bæði Haukadalsá og Straumfjarðará eru að verða uppseldar. Langá er langt komin en hún er nú þegar uppseld út júlí en miðað við eftirspurn væri líklega hægt að selja þann mánuð tvisvar" sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Veiðivísi. "Síðan hefur verið aukin eftirspurn í Mývatnssveit og Laxárdalinn en Laxárdalurinn hefur verið að koma mjög sterkur inn aftur sem er ánægjulegt" bætir Ari við.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði