Ótrúlegt afrek að það hafi munað svona litlu i gullið Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:37 Íslenska liðið stóð sig frábærlega í dag mynd/kristinn arason Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason. Fimleikar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason.
Fimleikar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira