Blandað lið fullorðinna fékk brons á EM í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal. Liðið hélt sæti sínu frá því í undankeppninni.
Íslenska liðið byrjaði á dýnuæfingum sem þau gerðu mjög vel. Á trampólíninu voru smá hnökrar en heilt yfir mjög góð umferð hjá liðinu.
Fyrir lokaáhaldið var Ísland í fjórða sæti en dans íslenska liðsins á gólfinu var frábær og nógu góður til þess að fara upp fyrir Norðmennina og krækja i bronsið.
Svíar og Danir háðu harða baráttu um gullverðlaunin en svo fór að þau sænsku tóku gullið.
Einkunnir Íslands:
Gólf: 18,750
Dýna: 17,100
Trampólín: 17,150
Frábær dans tryggði Íslandi bronsið
