Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 14:15 Veðrið getur sett samgöngur úr skorðum. vísir/vilhelm Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi. Þetta kemur fram í umsögn flugfélagsins um samgönguáætlun 2019-2023 sem nú liggur fyrir á Alþingi.Í umsögninni, sem Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair skrifar undir, segir að ein af lykilforsendum þess mikla vaxtar sem orðið hafi í flugsamgöngum til og frá landinu á undanförnum árum sé að til séu á landinu varaflugvellir sem nýta megi ef Keflavíkurflugvöllur lokist af vegna veðurs eða af öðrum ástæðum.Í dag eru þrír slíkir vellir, Akureyrarflugvöllur, Egilstaðaflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur en sá síðastnefndi nýtist aðeins að hluta að mati Icelandair vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Þau tilfelli geti komið upp að vindur, skyggni eða skýjahæð sé hamlandi þáttur á báðum þessum flugvöllum og því ekki um aðra varaflugvelli að ræða á landinu en á Akureyri og Egilsstaði.„Vegna takmarkaðs rýmis á flughlöðum þessara flugvalla er útilokað að þeir geti sinnt hlutverki sínu fyrir allar þær flugvélar sem þyrftu að lenda þar ef slíkar aðstæður sköpuðust. Ljóst er að við slíkar aðstæður getur veruleg hætta skapast,“ segir í umsögn Icelandair þar sem getið er að þegar mest lætur séu um 30 flugvélar á leið til Keflavíkur á sama tímapunkti sem allar hafi þessa flugvelli skráða sem varaflugvelli.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÓforsvaranlegt að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í nánustu framtíðÍ samgönguáætlun næstu fimm ára er ekki gert ráð fyrir fjármagni til þess að stækka flughlöð Akureyrarflugvallar og Egilstaðaflugvallar né fjölga flugstæðum og þetta segir Icelandair að sé með „öllu óforsvaranlegt“.Þó ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessi verkefni á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar klárist á næsti fimm til tíu árum. Samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi.Umsögn Icelandair svipar mikið til umsagnar Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinuflugmanna þar sem sagði að slíkar framkvæmdir þoli einfaldlega ekki þá bið sem lagt er upp með. Vísaði nefndin meðal annars til atviks sem átti sér stað 2. apríl þegar fjöldi flugvéla þurfti frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum.Ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var aðeins átta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. 30. september 2018 20:00 Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi. Þetta kemur fram í umsögn flugfélagsins um samgönguáætlun 2019-2023 sem nú liggur fyrir á Alþingi.Í umsögninni, sem Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair skrifar undir, segir að ein af lykilforsendum þess mikla vaxtar sem orðið hafi í flugsamgöngum til og frá landinu á undanförnum árum sé að til séu á landinu varaflugvellir sem nýta megi ef Keflavíkurflugvöllur lokist af vegna veðurs eða af öðrum ástæðum.Í dag eru þrír slíkir vellir, Akureyrarflugvöllur, Egilstaðaflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur en sá síðastnefndi nýtist aðeins að hluta að mati Icelandair vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Þau tilfelli geti komið upp að vindur, skyggni eða skýjahæð sé hamlandi þáttur á báðum þessum flugvöllum og því ekki um aðra varaflugvelli að ræða á landinu en á Akureyri og Egilsstaði.„Vegna takmarkaðs rýmis á flughlöðum þessara flugvalla er útilokað að þeir geti sinnt hlutverki sínu fyrir allar þær flugvélar sem þyrftu að lenda þar ef slíkar aðstæður sköpuðust. Ljóst er að við slíkar aðstæður getur veruleg hætta skapast,“ segir í umsögn Icelandair þar sem getið er að þegar mest lætur séu um 30 flugvélar á leið til Keflavíkur á sama tímapunkti sem allar hafi þessa flugvelli skráða sem varaflugvelli.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÓforsvaranlegt að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í nánustu framtíðÍ samgönguáætlun næstu fimm ára er ekki gert ráð fyrir fjármagni til þess að stækka flughlöð Akureyrarflugvallar og Egilstaðaflugvallar né fjölga flugstæðum og þetta segir Icelandair að sé með „öllu óforsvaranlegt“.Þó ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessi verkefni á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar klárist á næsti fimm til tíu árum. Samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi.Umsögn Icelandair svipar mikið til umsagnar Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinuflugmanna þar sem sagði að slíkar framkvæmdir þoli einfaldlega ekki þá bið sem lagt er upp með. Vísaði nefndin meðal annars til atviks sem átti sér stað 2. apríl þegar fjöldi flugvéla þurfti frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum.Ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var aðeins átta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. 30. september 2018 20:00 Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. 30. september 2018 20:00
Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00