Bakað með konu jólasveinsins Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 09:00 Sveindís í litríkri jólakókoskúlugerðinni með áhugasömum nemendum sínum úr 7. bekk Fellaskóla. MYNDIR/STEFÁN Bakarinn og grunnskólakennarinn Sveindís Ólafsdóttir kennir ungmennum í Fellaskóla veislubakstur í aðdraganda jóla. Hún segir börnin stolt af því að geta boðið upp á eigið jólagóðgæti. Börn hafa yndi af því að taka þátt í jólabakstrinum og segja gjarnan að bakkelsið sé bragðbetra þegar þau hafa bakað það sjálf. Þau njóta þess að nostra við baksturinn og fyllast stolti yfir því að bera fram jólagóðgæti sem þau hafa útbúið sjálf,“ segir Sveindís með kátum krökkum í matreiðslustofu Fellaskóla þar sem matreiðsla er langvinsælasta fag nemenda. „Litadýrð gefur gotteríinu ævintýralegan ljóma og það þykir krökkunum spennandi. Við höfum því verið að leika okkur með að lita kókosmjöl og þótt fallegt sé að hafa kókoskúlurnar í stökum jólalitum núna er það skemmtilegur möguleiki að blanda litunum saman og hafa kúlurnar í öllum regnbogans litum í áramótaveislunni,“ útskýrir Sveindís. Dreymir um matreiðslubók Markmið matreiðslukennslu segir Sveindís vera sjálfstæð vinnubrögð, hreinlæti við matargerð og að börnin geti endurtekið matreiðslu og bakstur heima. „Við spreytum okkur líka á því að blanda saman matreiðslu og stærðfræði; hve margir millilítrar eru í einum desilítra, hve mörg grömm í matskeið og svo framvegis. Það liðkar þau í að skynja mál og vog,“ segir Sveindís sem einn daginn fór rakleiðis með bekkinn sinn úr stærðfræðitíma yfir í matreiðslustofuna til að sannreyna uppskrift af brauðbollum sem var í stærðfræðibókinni. „Þar reyndust öll mál upp á tíu og smökkuðust bollurnar ljómandi vel. Svo töltum við út í Iceland, gerðum innkaupalista og reiknuðum út hvað kostaði í bollurnar,“ segir Sveindís og börnin nutu sín vel í þessu verkefni. Sveindís Ólafsdóttir. Sveindís er umsjónarkennari í 7. bekk, en líka útlærður bakari og lyfjatæknir. Hún kennir valgrein á unglingastigi Fellaskóla, sem er bakstur. Það er annað af vinsælustu valfögum unglingadeildarinnar; hitt er kvöldmatur. „Í bakstri læra unglingarnir að baka og skreyta tertur og nú nýlega bökuðu þeir brúnkur með heimalagaðri karamellusósu og sykurpúðarós. Þá er klippt í sykurpúðann og hann mótaður eins og rós, sem er bæði einfalt trix og fallegt á jólaborðið,“ segir Sveindís sem nýtur þess að sjá sjálfstraust barnanna vaxa yfir jólabakstrinum. „Það er indælt að sjá einbeitinguna skína úr hverju andliti því þau vilja öll gera vel og verða jafnan undrandi á því hvað útkoman er góð. Draumurinn er svo að gefa út matreiðslubók á heimasíðu skólans, því 80 prósent nemenda í Fellaskóla eiga sér erlendan uppruna og mig langar að draga fram gómsætar uppskriftir með uppáhaldsréttum þeirra frá gamla heimalandinu.“ Gómsætar kókoskúlur með kókosmjöli í jólalitunum slá í gegn. Bakar minnst fimmtán sortir Sveindís byrjaði að baka til jólanna um nýliðna helgi. „Ég baka allt að fimmtán sortir enda á hver fjölskyldumeðlimur sína uppáhaldssort. Svo geri ég iðulega nýjar tilraunir sem festast í sessi og ekki er hægt að halda jól nema ég baki franskar vöfflur og marsipanfingur,“ segir Sveindís sem byrjar þó alltaf á því að baka mömmukökur. „Í mestu dálæti hjá mér eru þó vanilluhringir. Ég fann draumauppskriftina að sprautuðum vanilluhringjum í Vikunni fyrir jólin 1983 en mér þykja þeir bæði léttari og betri sprautaðir en þykkir,“ segir Sveindís sem meðal kunnugra hefur stundum verið kölluð kona jólasveinsins. „Jólin eru minn tími og ég veit fátt yndislegra en samveru með fjölskyldunni og að gera vel við hana í jólabakstri, mat og drykk. Ég óska landsmönnum öllum, fjölskyldu og vinum, og nemendum mínum öllum gleðilegra jóla.“ Jólakókoskúlur 3 dl haframjöl 1 dl flórsykur 100 g smjör 2 msk. kakó 1 tsk. vanilludropar 2 msk. mjólk 60 g saxað súkkulaði Allt hráefnið er mælt í skál og hnoðað saman með rafmagnsþeytara eða í hrærivél. Litað kókosmjöl Matarlitir Kókosmjöl Litlir plastpokar Setjið 1-2 dl af kókosmjöli og nokkra dropa af matarlit í lítinn plastpoka, hristið saman svo að liturinn blandist vel við kókosmjölið. Gaman er að hafa rautt og grænt kókósmjöl til að kalla fram liti jólanna. Búið til kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu með lit eða án. Njótið og verði ykkur að góðu. Lokkandi jólabrúnkur með karamellusósu og jólarós úr sykurpúða. Jólabrúnkur Sveindísar 60 g smjör 4 msk. kakó 2 stór egg 1½ dl sykur ½ tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar 1¼ dl hveiti 60 g grófsaxað suðusúkkulaði Hitið ofninn í 175°C og setjið á blástur. Bræðið saman smjör og kakó í litlum skaftpotti (passa að hita ekki of mikið). Setjið egg og sykur saman í skál og þeytið létt saman með písk þar til blandan er orðin vel samfelld. Hellið kakósmjörinu saman við eggjahræruna. Bætið hveiti, lyftidufti, vanilludropum og grófsöxuðu suðusúkkulaðinu út í skálina og hrærið saman með sleikju. Klæðið form (22 x 15 cm) með bökunarpappír, hellið deiginu í formið og jafnið út í alla kanta. Einnig er hægt að setja deigið í múffuform. Bakið í miðjum ofni í 25 mínútur. Á meðan kakan er að bakast þá búum við til karamellu. Karamellusósa 1 dl rjómi ½ dl púðursykur 40 g smjör 2 msk. síróp 1 tsk. vanilludropar Allt sett í skaftpott, hitað að suðu og látið sjóða í nokkrar mínútur, þar til sósan er gullinbrún. Hrærið í pottinum með þeytara af og til svo að karamellan brenni ekki við pottinn. Stingið út kringlóttar kökur úr stóru kökunni, setjið á disk, hellið karamellu yfir og skreytið að vild, til dæmis með sykurpúðarós. Gott er að bera fram ís, rjóma eða hvort tveggja með kökunni. Verði ykkur að góðu og gleðileg jól! Birtist í Fréttablaðinu Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólabrandarar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Bakarinn og grunnskólakennarinn Sveindís Ólafsdóttir kennir ungmennum í Fellaskóla veislubakstur í aðdraganda jóla. Hún segir börnin stolt af því að geta boðið upp á eigið jólagóðgæti. Börn hafa yndi af því að taka þátt í jólabakstrinum og segja gjarnan að bakkelsið sé bragðbetra þegar þau hafa bakað það sjálf. Þau njóta þess að nostra við baksturinn og fyllast stolti yfir því að bera fram jólagóðgæti sem þau hafa útbúið sjálf,“ segir Sveindís með kátum krökkum í matreiðslustofu Fellaskóla þar sem matreiðsla er langvinsælasta fag nemenda. „Litadýrð gefur gotteríinu ævintýralegan ljóma og það þykir krökkunum spennandi. Við höfum því verið að leika okkur með að lita kókosmjöl og þótt fallegt sé að hafa kókoskúlurnar í stökum jólalitum núna er það skemmtilegur möguleiki að blanda litunum saman og hafa kúlurnar í öllum regnbogans litum í áramótaveislunni,“ útskýrir Sveindís. Dreymir um matreiðslubók Markmið matreiðslukennslu segir Sveindís vera sjálfstæð vinnubrögð, hreinlæti við matargerð og að börnin geti endurtekið matreiðslu og bakstur heima. „Við spreytum okkur líka á því að blanda saman matreiðslu og stærðfræði; hve margir millilítrar eru í einum desilítra, hve mörg grömm í matskeið og svo framvegis. Það liðkar þau í að skynja mál og vog,“ segir Sveindís sem einn daginn fór rakleiðis með bekkinn sinn úr stærðfræðitíma yfir í matreiðslustofuna til að sannreyna uppskrift af brauðbollum sem var í stærðfræðibókinni. „Þar reyndust öll mál upp á tíu og smökkuðust bollurnar ljómandi vel. Svo töltum við út í Iceland, gerðum innkaupalista og reiknuðum út hvað kostaði í bollurnar,“ segir Sveindís og börnin nutu sín vel í þessu verkefni. Sveindís Ólafsdóttir. Sveindís er umsjónarkennari í 7. bekk, en líka útlærður bakari og lyfjatæknir. Hún kennir valgrein á unglingastigi Fellaskóla, sem er bakstur. Það er annað af vinsælustu valfögum unglingadeildarinnar; hitt er kvöldmatur. „Í bakstri læra unglingarnir að baka og skreyta tertur og nú nýlega bökuðu þeir brúnkur með heimalagaðri karamellusósu og sykurpúðarós. Þá er klippt í sykurpúðann og hann mótaður eins og rós, sem er bæði einfalt trix og fallegt á jólaborðið,“ segir Sveindís sem nýtur þess að sjá sjálfstraust barnanna vaxa yfir jólabakstrinum. „Það er indælt að sjá einbeitinguna skína úr hverju andliti því þau vilja öll gera vel og verða jafnan undrandi á því hvað útkoman er góð. Draumurinn er svo að gefa út matreiðslubók á heimasíðu skólans, því 80 prósent nemenda í Fellaskóla eiga sér erlendan uppruna og mig langar að draga fram gómsætar uppskriftir með uppáhaldsréttum þeirra frá gamla heimalandinu.“ Gómsætar kókoskúlur með kókosmjöli í jólalitunum slá í gegn. Bakar minnst fimmtán sortir Sveindís byrjaði að baka til jólanna um nýliðna helgi. „Ég baka allt að fimmtán sortir enda á hver fjölskyldumeðlimur sína uppáhaldssort. Svo geri ég iðulega nýjar tilraunir sem festast í sessi og ekki er hægt að halda jól nema ég baki franskar vöfflur og marsipanfingur,“ segir Sveindís sem byrjar þó alltaf á því að baka mömmukökur. „Í mestu dálæti hjá mér eru þó vanilluhringir. Ég fann draumauppskriftina að sprautuðum vanilluhringjum í Vikunni fyrir jólin 1983 en mér þykja þeir bæði léttari og betri sprautaðir en þykkir,“ segir Sveindís sem meðal kunnugra hefur stundum verið kölluð kona jólasveinsins. „Jólin eru minn tími og ég veit fátt yndislegra en samveru með fjölskyldunni og að gera vel við hana í jólabakstri, mat og drykk. Ég óska landsmönnum öllum, fjölskyldu og vinum, og nemendum mínum öllum gleðilegra jóla.“ Jólakókoskúlur 3 dl haframjöl 1 dl flórsykur 100 g smjör 2 msk. kakó 1 tsk. vanilludropar 2 msk. mjólk 60 g saxað súkkulaði Allt hráefnið er mælt í skál og hnoðað saman með rafmagnsþeytara eða í hrærivél. Litað kókosmjöl Matarlitir Kókosmjöl Litlir plastpokar Setjið 1-2 dl af kókosmjöli og nokkra dropa af matarlit í lítinn plastpoka, hristið saman svo að liturinn blandist vel við kókosmjölið. Gaman er að hafa rautt og grænt kókósmjöl til að kalla fram liti jólanna. Búið til kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu með lit eða án. Njótið og verði ykkur að góðu. Lokkandi jólabrúnkur með karamellusósu og jólarós úr sykurpúða. Jólabrúnkur Sveindísar 60 g smjör 4 msk. kakó 2 stór egg 1½ dl sykur ½ tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar 1¼ dl hveiti 60 g grófsaxað suðusúkkulaði Hitið ofninn í 175°C og setjið á blástur. Bræðið saman smjör og kakó í litlum skaftpotti (passa að hita ekki of mikið). Setjið egg og sykur saman í skál og þeytið létt saman með písk þar til blandan er orðin vel samfelld. Hellið kakósmjörinu saman við eggjahræruna. Bætið hveiti, lyftidufti, vanilludropum og grófsöxuðu suðusúkkulaðinu út í skálina og hrærið saman með sleikju. Klæðið form (22 x 15 cm) með bökunarpappír, hellið deiginu í formið og jafnið út í alla kanta. Einnig er hægt að setja deigið í múffuform. Bakið í miðjum ofni í 25 mínútur. Á meðan kakan er að bakast þá búum við til karamellu. Karamellusósa 1 dl rjómi ½ dl púðursykur 40 g smjör 2 msk. síróp 1 tsk. vanilludropar Allt sett í skaftpott, hitað að suðu og látið sjóða í nokkrar mínútur, þar til sósan er gullinbrún. Hrærið í pottinum með þeytara af og til svo að karamellan brenni ekki við pottinn. Stingið út kringlóttar kökur úr stóru kökunni, setjið á disk, hellið karamellu yfir og skreytið að vild, til dæmis með sykurpúðarós. Gott er að bera fram ís, rjóma eða hvort tveggja með kökunni. Verði ykkur að góðu og gleðileg jól!
Birtist í Fréttablaðinu Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólabrandarar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira