Brody og Lindsay voru nýbúin að ná í armböndin sín fyrir Airwaves tónlistarhátíðina. Þau eru frá Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Þetta er fjórða heimsókn þeirra til Íslands en fyrsta skiptið sem þau fara á hátíðina.
„Ísland á sérstakan stað í hjörtum okkar því að við trúlofuðum okkur í Skaftafelli fyrir fjórum árum síðan,“ segir Brody og brosir.
Brody segir að þau ætli að sjá nokkra tónleika sem þau eru búin að ákveða fyrir fram en vilji líka kíkja á off-venue dagskrána. „Ég vil tengjast Íslendingum og ekki vera þessi týpíski túristi í Reykjavík. Ég myndi vilja fá að fara í bílskúrinn þar sem að hljómsveitirnar æfa. Ég vil njóta þess að vera nálægt listamönnunum,“ segir Brody.
Lindsay og Brody ferðuðust um suðurlandið áður en þau kom til höfuðborgarinnar til þess að fara á hátíðina. Þau ætla svo að eyða nokkrum dögum í Vík eftir hátíðina áður en þau halda aftur heim.
Fólkið á Airwaves: „Ísland á sérstakan stað í hjörtum okkar"

Tengdar fréttir

Fólkið á Airwaves: Spenntust að sjá Ásgeir og Júníus
CJ og Francisco eru komin til Íslands frá London til þess að berja fjölmarga listamenn augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hún kemur frá Sydeny í Ástralíu en kærastinn hennar, Francisco, er frá Portúgal en þau búa saman í London.

Fólkið á Airwaves: Fór í hringferð og er mættur á Airwaves
Matthias Coeler frá Þýskalandi sat einn og var að bíða eftir vinum sínum og hlaða símann sinn þegar blaðamann bar að garði.

Fólkið á Airwaves: Frítt armband í skiptum fyrir nokkrar vaktir
Clemens Schwegler frá Sviss var að klára vaktina sína sem sjálfboðaliði í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar að blaðamaður hitti á hann. Hann er skiptinemi í Háskóla Íslands og er að læra landfræði.