Clemens Schwegler frá Sviss var að klára vaktina sína sem sjálfboðaliði í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar að blaðamaður hitti á hann. Hann er skiptinemi í Háskóla Íslands og er að læra landfræði.
„Ég ákvað að gerast skiptinemi því maður fær frítt armband á hátíðina í skiptum fyrir nokkrar vaktir og maður kynnist öðru fólki“ segir Clemens.
Hann sagði að það væri enginn sérstök hljómsveit sem hann vildi sjá. „Ég ætla að reyna að sjá sem flest og flakka á milli staða. Ég var búin að hlusta á nokkur lög frá ákveðnum hljómsveitum á netinu,“ segir Clemens.
