Eigandi Wake Up Reykjavík segir ásakanir um áfengisneyslu undir stýri algjöran misskilning Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 00:02 Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson reka saman tvö fyrirtæki. Daníel Andri Pétursson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, segir það algjöran misskilning að hann hafi orðið uppvís að neyslu áfengis undir stýri í myndbandi sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Egill Halldórsson, meðeigandi Daníels, birti myndbandið fyrst á Instagram í dag. Því var síðar eytt en ótengdur aðili endurbirti það skömmu síðar á Twitter. Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Egill beinir myndavélinni að Daníel, sem ekur bílnum, og sést hann þar halda á bjórdós í annarri hendi. Twitter-færsluna og myndbandið má sjá hér að neðan.hey já ógeðslega töff að vera með áfengi undir stýri pic.twitter.com/5RivZSGMnN— Hjördís Brynjars (@HjordisBrynjars) November 8, 2018 Í kjölfarið var Daníel sakaður um að hafa neytt áfengis undir stýri. Sjálfur þvertekur Daníel fyrir slíkar ásakanir og segir þær byggðar á algjörum misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í dag, heldur aðeins haldið á bjórnum fyrir Egil í nokkrar sekúndur á meðan sá síðarnefndi tók upp myndband til að sýna góða stemningu á árshátíðardegi fyrirtækisins. „Við erum með árshátíð tvisvar á ári og plönum skemmtilegan dag, „Wake Up Reykjavík Fun Day“, og í dag ákvað ég að vera „designated driver“, þar sem ég þarf að vakna snemma á morgun,“ segir Daníel í samtali við Vísi. „Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa.“ Þá segist Daníel aðspurður hafa orðið var við umræðuna en hvorki hann né Egill eru á Twitter og hafa því ekki getað svarað fyrir ásakanir notenda á miðlinum. Þeir reka saman tvö fyrirtæki, áðurnefnt Wake Up Reykjavík, og Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30 Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Daníel Andri Pétursson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, segir það algjöran misskilning að hann hafi orðið uppvís að neyslu áfengis undir stýri í myndbandi sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Egill Halldórsson, meðeigandi Daníels, birti myndbandið fyrst á Instagram í dag. Því var síðar eytt en ótengdur aðili endurbirti það skömmu síðar á Twitter. Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Egill beinir myndavélinni að Daníel, sem ekur bílnum, og sést hann þar halda á bjórdós í annarri hendi. Twitter-færsluna og myndbandið má sjá hér að neðan.hey já ógeðslega töff að vera með áfengi undir stýri pic.twitter.com/5RivZSGMnN— Hjördís Brynjars (@HjordisBrynjars) November 8, 2018 Í kjölfarið var Daníel sakaður um að hafa neytt áfengis undir stýri. Sjálfur þvertekur Daníel fyrir slíkar ásakanir og segir þær byggðar á algjörum misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í dag, heldur aðeins haldið á bjórnum fyrir Egil í nokkrar sekúndur á meðan sá síðarnefndi tók upp myndband til að sýna góða stemningu á árshátíðardegi fyrirtækisins. „Við erum með árshátíð tvisvar á ári og plönum skemmtilegan dag, „Wake Up Reykjavík Fun Day“, og í dag ákvað ég að vera „designated driver“, þar sem ég þarf að vakna snemma á morgun,“ segir Daníel í samtali við Vísi. „Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa.“ Þá segist Daníel aðspurður hafa orðið var við umræðuna en hvorki hann né Egill eru á Twitter og hafa því ekki getað svarað fyrir ásakanir notenda á miðlinum. Þeir reka saman tvö fyrirtæki, áðurnefnt Wake Up Reykjavík, og Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30 Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30
Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30