Umfjöllun: Þór Þ. - ÍR 88-92 | ÍR á sigurbraut eftir spennutrylli Sindri Ágústsson skrifar 8. nóvember 2018 21:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Bára ÍR er komið aftur á sigurbraut eftir nokkuð bras í síðustu leikjum en þeir unnu sigur á Þór Þorlákshöfn í spennutrylli í kvöld. Lokatölur 92-88. Afhverju vann ÍR? ÍR þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í kvöld en náðu þó að sækja stigin tvö. Þeir voru að elta Þórsara mest megnis af leiknum en góður fjórði leikhluti varð til þess að þeir unnu leikinn. Þeir náðu að skora 29 stig í síðasta leikhlutanum, fimm stigum meira en heimamenn gerðu í þeim leikhluta og dugði það til að vinna leikinn með fjagra stiga mun. Heimamenn áttu engan séns í ÍR undir körfuni, ÍR hirtu 51 frákast gegn 29. Í þessum 51 fráköstum hjá þeim voru 18 sóknarfráköst, virkilega gott að fá 18 nýja sénsa. Lykilmenn? Justin Martin var drjúgur fyrir ÍR í kvöld, hann henti niður 27 stigum og tók 7 fráköst að auki. Aðrir leikmenn sem voru flottir hjá gestunum í kvöld voru meðal annars Hákon Örn og Gerald Robinson. Hákon var með 16 stig og 8 fráköst. Gerald Robinson var með trölla tvennu, 18 stig og 12 fráköst. Hjá heimamönnum ber helst að nefna Halldór Garðar, hann keyrði á körfuna trekk í trekk og það var virka mjög vel í kvöld. Halldór endaði með 21 stig og stal einnig 4 boltum. Nikolas Tomsick átti líka fínasta leik í kvöld en hann endaði með 23 stig en villaði sig út í fjórða leikhluta sem var vont fyrir Þórsara. Hvað gekk illa? Það helsta sem var að klikka hjá sigurliði ÍR í kvöld var tapaðir boltar á mikilvægum stundum. Oft þegar það var mikið undir hjá þeim þá áttu þeir til að missa boltann klaufalega, þeir enduðu með 17 bolta en það kostaði þá ekki sigurinn í dag. Hjá heimamönnum var það helsta auðvitað fráköstin eða réttara sagt skorturinn á þeim. Að tapa frákasta baráttuni svona illa er alltof dýrkeypt og er það hlutur sem þeir þurfa að bæta fyrir næstu leiki. Hvað næst? Í næsta leik Þórsara fara þeir í heimsókn í Kópavog þar sem þeir mæta Breiðablik. Það er mikið undir í þeim leik og getur hann skipt miklu máli þegar líða fer á tímabilið af því að núna eru liðin jöfn og verða það kannski þá. ÍR fær Valsara í heimsókn á miðvikudaginn næsta. Það verður spennandi að sjá hvort ÍR nær að sækja sigur gegn Valsörum. ÍR geta notað þennan sigurleik í kvöld sem auka kraft inn í þann leik á meðan Valsarar þurfa að fara að spila betri körfubolta en þeir hafa spilað á þessu tímabili. Dominos-deild karla
ÍR er komið aftur á sigurbraut eftir nokkuð bras í síðustu leikjum en þeir unnu sigur á Þór Þorlákshöfn í spennutrylli í kvöld. Lokatölur 92-88. Afhverju vann ÍR? ÍR þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í kvöld en náðu þó að sækja stigin tvö. Þeir voru að elta Þórsara mest megnis af leiknum en góður fjórði leikhluti varð til þess að þeir unnu leikinn. Þeir náðu að skora 29 stig í síðasta leikhlutanum, fimm stigum meira en heimamenn gerðu í þeim leikhluta og dugði það til að vinna leikinn með fjagra stiga mun. Heimamenn áttu engan séns í ÍR undir körfuni, ÍR hirtu 51 frákast gegn 29. Í þessum 51 fráköstum hjá þeim voru 18 sóknarfráköst, virkilega gott að fá 18 nýja sénsa. Lykilmenn? Justin Martin var drjúgur fyrir ÍR í kvöld, hann henti niður 27 stigum og tók 7 fráköst að auki. Aðrir leikmenn sem voru flottir hjá gestunum í kvöld voru meðal annars Hákon Örn og Gerald Robinson. Hákon var með 16 stig og 8 fráköst. Gerald Robinson var með trölla tvennu, 18 stig og 12 fráköst. Hjá heimamönnum ber helst að nefna Halldór Garðar, hann keyrði á körfuna trekk í trekk og það var virka mjög vel í kvöld. Halldór endaði með 21 stig og stal einnig 4 boltum. Nikolas Tomsick átti líka fínasta leik í kvöld en hann endaði með 23 stig en villaði sig út í fjórða leikhluta sem var vont fyrir Þórsara. Hvað gekk illa? Það helsta sem var að klikka hjá sigurliði ÍR í kvöld var tapaðir boltar á mikilvægum stundum. Oft þegar það var mikið undir hjá þeim þá áttu þeir til að missa boltann klaufalega, þeir enduðu með 17 bolta en það kostaði þá ekki sigurinn í dag. Hjá heimamönnum var það helsta auðvitað fráköstin eða réttara sagt skorturinn á þeim. Að tapa frákasta baráttuni svona illa er alltof dýrkeypt og er það hlutur sem þeir þurfa að bæta fyrir næstu leiki. Hvað næst? Í næsta leik Þórsara fara þeir í heimsókn í Kópavog þar sem þeir mæta Breiðablik. Það er mikið undir í þeim leik og getur hann skipt miklu máli þegar líða fer á tímabilið af því að núna eru liðin jöfn og verða það kannski þá. ÍR fær Valsara í heimsókn á miðvikudaginn næsta. Það verður spennandi að sjá hvort ÍR nær að sækja sigur gegn Valsörum. ÍR geta notað þennan sigurleik í kvöld sem auka kraft inn í þann leik á meðan Valsarar þurfa að fara að spila betri körfubolta en þeir hafa spilað á þessu tímabili.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu