Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 18:30 Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. Vaxtahækkun muni ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR segir ákvörðun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Ný miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman í fyrsta skipti í dag frá því hún var kjörin á þingi Alþýðusambandsins fyrir um hálfum mánuði. Auk þess að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabankans segir í yfirlýsingunni að stýrivextir á Íslandi séu nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndum. Vaxtastigið hafir veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika til að sjá fyrir sér.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að þetta séu kaldar kveðjur inn í þær kjaraviðræður sem nú séu að hefjast. „Og ljóst að Seðlabankinn ætlar sem fyrr að lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór. Ef takast eigi að bæta lífskjör þurfi allir að leggjast á eitt og þar sé Seðlabankinn ekki undanskilinn. Seðlabankinn boðar frekari vaxtahækkanir haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka umfram markmið. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafi þar áhrif. „Við erum varla búin að taka fyrsta fundinn við okkar viðsemjendur. Þannig að ef þetta er það sem koma skal þá lofar þetta ekki góðu. Við þurfum svo sannarlega að endurskoða okkar kröfugerð ef þetta verður tóninn frá Seðlabankanum,“ segir formaður VR.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.VÍSIR/ANTON BRINKÞetta sé óþolandi ástand þar sem fólk greiði 70 til hundrað þúsund krónur meira í vaxtakostnað af húsnæðislánum en í nágrannalöndum og vaxtastefnan keyri upp leiguverð. „Þessu verður einfaldlega að linna og ef það þarf að skipta um fólk í brúnni í Seðlabankanum eða endurskoða algerlega peningastefnuna frá grunni verður einfaldlega að gera það. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ segir Ragnar Þór. Vaxtahækkanir Seðlabankans geti einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna. „Sem aftur þurfa að mæta því með hækkun verðlags sem aftur þrýstir upp verðbólgu. þannig að þessi leið Seðlabankans til að reyna að draga úr verðbólgu er svolítið eins og að pissa í skóinn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Íslenska krónan Kjaramál Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. Vaxtahækkun muni ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR segir ákvörðun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Ný miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman í fyrsta skipti í dag frá því hún var kjörin á þingi Alþýðusambandsins fyrir um hálfum mánuði. Auk þess að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabankans segir í yfirlýsingunni að stýrivextir á Íslandi séu nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndum. Vaxtastigið hafir veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika til að sjá fyrir sér.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að þetta séu kaldar kveðjur inn í þær kjaraviðræður sem nú séu að hefjast. „Og ljóst að Seðlabankinn ætlar sem fyrr að lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór. Ef takast eigi að bæta lífskjör þurfi allir að leggjast á eitt og þar sé Seðlabankinn ekki undanskilinn. Seðlabankinn boðar frekari vaxtahækkanir haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka umfram markmið. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafi þar áhrif. „Við erum varla búin að taka fyrsta fundinn við okkar viðsemjendur. Þannig að ef þetta er það sem koma skal þá lofar þetta ekki góðu. Við þurfum svo sannarlega að endurskoða okkar kröfugerð ef þetta verður tóninn frá Seðlabankanum,“ segir formaður VR.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.VÍSIR/ANTON BRINKÞetta sé óþolandi ástand þar sem fólk greiði 70 til hundrað þúsund krónur meira í vaxtakostnað af húsnæðislánum en í nágrannalöndum og vaxtastefnan keyri upp leiguverð. „Þessu verður einfaldlega að linna og ef það þarf að skipta um fólk í brúnni í Seðlabankanum eða endurskoða algerlega peningastefnuna frá grunni verður einfaldlega að gera það. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ segir Ragnar Þór. Vaxtahækkanir Seðlabankans geti einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna. „Sem aftur þurfa að mæta því með hækkun verðlags sem aftur þrýstir upp verðbólgu. þannig að þessi leið Seðlabankans til að reyna að draga úr verðbólgu er svolítið eins og að pissa í skóinn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Íslenska krónan Kjaramál Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
„Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00
Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26