Umfjöllun: Skallagrímur - Haukar 67-53 │Íslandsmeisturunum skellt í Fjósinu Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 7. nóvember 2018 21:30 vísir/vilhelm Skallagrímsstúlkur unnu ágætis sigur á Íslandsmeisturum Hauka þegar liðin mættust í Fjósinu í Borgarnesi í 7. umferð Domino’s deildar í kvöld. Skallagrímsstúlkur voru búnar tapa síðustu tveimur leikjum fyrir viðureignina í háspennuleikjum gegn Snæfelli og nú síðast KR. Af sama skapi voru Haukar búnar að tapa sínum þremur leikjum og því mátti búast við spennandi viðureign hjá liðunum. Leikurinn var aftur á móti heldur tíðindalítill og skotnýting liðanna heldur bragðdauf. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn framan af. Það var svo um miðbik fjórðungsins að heimastúlkur fóru að slíta sig hægt og rólega frá gestunum. 21-12 fyrir Skallagrími. Annar leikhlutinn reyndist þeim gulklæddu alveg hörmulega sem skoruðu einungis 5 stig. Þær máttu þakka fyrir forskotið sem þær bjuggu sér til í fyrri leikhluta að ekki munaði meiru en tveimur stigum á liðunum þegar gengið var til klefa í hálfleik. Allt annað var í fréttum í þriðja leikhluta hjá Borgnesingum. Eftir góðan þrist frá Hafnfirðingnum Sigrúnu Björgu í upphafi leikhlutans skiptu Skallagrímsstúlkur um gír og skoruðu næstu 16 stig og leiddu með 10 stigum þegar fjórðungnum lauk. Forskot Borgnesinga reyndist gestunum úr Hafnarfirði of mikið sem náðu þó að minnka muninn niður í 8 stig minnst þegar um 7 mínútur voru eftir af leiktíma. Ekki dugði það til og Skallagrímsstúlkur fara því með tvö stig heim í sarpinn.Af hverju vann Skallagrímur? Haukastúlkur voru með skelfilega skotnýtingu í kvöld og getur verið að þétt vörn Borgnesinga hafi eitthvað með það að gera sem skiptu á milli þess að spila maður á mann og svæðisvörn. Skotnýting Skallagríms var heldur dauf líka. Aftur á móti var vítanýtingin glæsileg. Þær fóru 15 sinnum á línuna og settu 14 skot niður og þar liggur munurinn á liðunum. Gestirnir fóru einungis fimm sinnum á línuna og hittu þaðan úr þremur skotum.Hverjir stóðu uppúr? Allar úr byrjunarliði Skallagríms voru með 10 stig eða meira. Bryesha reyndist hlutskörpust með 14 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta. Maja var ekki langt á eftir með 13 stig en hún spilaði einnig hörku vörn á LeLe sem skoraði 11 stig í kvöld. Sigrún Björg var best hjá Haukum og skilaði 16 stigum fyrir sitt lið. Hún tók að auki 6 fráköst og varði tvö skot.Hvað gekk illa? Skotnýtingin hjá báðum liðum var heldur dræm í kvöld og endurspeglar það að vissu leiti sóknarleik liðanna sem var oft á tíðum handahófskenndur. Haukar töpuðu boltanum í 21 skipti og Skallarnir 16 sinnum. Annars var einhver skrítin stemning í Fjósinu í kvöld og þessi leikur fer seint í sögubækurnar.Hvað gerist næst? Skallagrímsstúlkur fá annan heimaleik gegn Val að þessu sinni næstkomandi sunnudag. Haukar kíkja á KR-inga í Vesturbænum næsta laugardag og hefst sá leikur klukkan 17:00. Dominos-deild kvenna
Skallagrímsstúlkur unnu ágætis sigur á Íslandsmeisturum Hauka þegar liðin mættust í Fjósinu í Borgarnesi í 7. umferð Domino’s deildar í kvöld. Skallagrímsstúlkur voru búnar tapa síðustu tveimur leikjum fyrir viðureignina í háspennuleikjum gegn Snæfelli og nú síðast KR. Af sama skapi voru Haukar búnar að tapa sínum þremur leikjum og því mátti búast við spennandi viðureign hjá liðunum. Leikurinn var aftur á móti heldur tíðindalítill og skotnýting liðanna heldur bragðdauf. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn framan af. Það var svo um miðbik fjórðungsins að heimastúlkur fóru að slíta sig hægt og rólega frá gestunum. 21-12 fyrir Skallagrími. Annar leikhlutinn reyndist þeim gulklæddu alveg hörmulega sem skoruðu einungis 5 stig. Þær máttu þakka fyrir forskotið sem þær bjuggu sér til í fyrri leikhluta að ekki munaði meiru en tveimur stigum á liðunum þegar gengið var til klefa í hálfleik. Allt annað var í fréttum í þriðja leikhluta hjá Borgnesingum. Eftir góðan þrist frá Hafnfirðingnum Sigrúnu Björgu í upphafi leikhlutans skiptu Skallagrímsstúlkur um gír og skoruðu næstu 16 stig og leiddu með 10 stigum þegar fjórðungnum lauk. Forskot Borgnesinga reyndist gestunum úr Hafnarfirði of mikið sem náðu þó að minnka muninn niður í 8 stig minnst þegar um 7 mínútur voru eftir af leiktíma. Ekki dugði það til og Skallagrímsstúlkur fara því með tvö stig heim í sarpinn.Af hverju vann Skallagrímur? Haukastúlkur voru með skelfilega skotnýtingu í kvöld og getur verið að þétt vörn Borgnesinga hafi eitthvað með það að gera sem skiptu á milli þess að spila maður á mann og svæðisvörn. Skotnýting Skallagríms var heldur dauf líka. Aftur á móti var vítanýtingin glæsileg. Þær fóru 15 sinnum á línuna og settu 14 skot niður og þar liggur munurinn á liðunum. Gestirnir fóru einungis fimm sinnum á línuna og hittu þaðan úr þremur skotum.Hverjir stóðu uppúr? Allar úr byrjunarliði Skallagríms voru með 10 stig eða meira. Bryesha reyndist hlutskörpust með 14 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta. Maja var ekki langt á eftir með 13 stig en hún spilaði einnig hörku vörn á LeLe sem skoraði 11 stig í kvöld. Sigrún Björg var best hjá Haukum og skilaði 16 stigum fyrir sitt lið. Hún tók að auki 6 fráköst og varði tvö skot.Hvað gekk illa? Skotnýtingin hjá báðum liðum var heldur dræm í kvöld og endurspeglar það að vissu leiti sóknarleik liðanna sem var oft á tíðum handahófskenndur. Haukar töpuðu boltanum í 21 skipti og Skallarnir 16 sinnum. Annars var einhver skrítin stemning í Fjósinu í kvöld og þessi leikur fer seint í sögubækurnar.Hvað gerist næst? Skallagrímsstúlkur fá annan heimaleik gegn Val að þessu sinni næstkomandi sunnudag. Haukar kíkja á KR-inga í Vesturbænum næsta laugardag og hefst sá leikur klukkan 17:00.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu