Jóhanna harðorð: Erlendis væri ráðherra með fortíð Bjarna farinn frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 07:22 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks. vísir/vilhelm Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira