Norska ríkisstjórnin heldur velli Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2018 17:28 Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, Trine Skei Grande , formaður Venstre, Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins daginn eftir kosningar í september. Saman hafa þau myndað svonefnda bláa blokk í norskum stjórnmálum. Vísir/AFP Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins í Noregi ákvað að halda áfram stuðningi sínum við hægristjórn Ernu Solberg forsætisráðherra í dag. Knut Arild Hareide, formaður flokksins, ætlar að segja af sér í kjölfarið en hann vildi vinna með flokkum af vinstri vængnum. Hægriflokkur Solberg og Framfaraflokkurinn hafa unnið saman í ríkisstjórn frá árinu 2013 með stuðningi Venstre og Kristilega þjóðarflokksins. Venstre gekk síðan til liðs við stjórnina í janúar en þjóðarflokkurinn stóð áfram utan hennar þó að hann héldi áfram stuðningi við hana. Hareide lýsti því óvænt yfir að hann vildi frekar samstarf við vinstri blokkina á norska Stórþinginu fyrir fimm vikum. Flokkurinn hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarið og á það á hættu að þurrkast út. Hareide hefur jafnframt sagt að hann vilji ekki vinna með Framfaraflokknum sem er lengst til hægri í norskum stjórnmálum. Greidd voru atkvæði á aukalandsfundi flokksins í dag og vildi meirihluti halda tryggð við núverandi ríkisstjórn, að sögn norska ríkisútvarpsins. Níutíu og átta fulltrúar greiddu atkvæði með því að halda stuðningnum áfram en níutíu vildi fylgja formanninum. Hareide lýsti yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna og segist ætla að segja af sér sem formaður en halda áfram sem þingmaður. Norðurlönd Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi segist munu segja af sér sem formaður flokksins ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. 2. nóvember 2018 11:36 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins í Noregi ákvað að halda áfram stuðningi sínum við hægristjórn Ernu Solberg forsætisráðherra í dag. Knut Arild Hareide, formaður flokksins, ætlar að segja af sér í kjölfarið en hann vildi vinna með flokkum af vinstri vængnum. Hægriflokkur Solberg og Framfaraflokkurinn hafa unnið saman í ríkisstjórn frá árinu 2013 með stuðningi Venstre og Kristilega þjóðarflokksins. Venstre gekk síðan til liðs við stjórnina í janúar en þjóðarflokkurinn stóð áfram utan hennar þó að hann héldi áfram stuðningi við hana. Hareide lýsti því óvænt yfir að hann vildi frekar samstarf við vinstri blokkina á norska Stórþinginu fyrir fimm vikum. Flokkurinn hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarið og á það á hættu að þurrkast út. Hareide hefur jafnframt sagt að hann vilji ekki vinna með Framfaraflokknum sem er lengst til hægri í norskum stjórnmálum. Greidd voru atkvæði á aukalandsfundi flokksins í dag og vildi meirihluti halda tryggð við núverandi ríkisstjórn, að sögn norska ríkisútvarpsins. Níutíu og átta fulltrúar greiddu atkvæði með því að halda stuðningnum áfram en níutíu vildi fylgja formanninum. Hareide lýsti yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna og segist ætla að segja af sér sem formaður en halda áfram sem þingmaður.
Norðurlönd Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi segist munu segja af sér sem formaður flokksins ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. 2. nóvember 2018 11:36 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00
Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi segist munu segja af sér sem formaður flokksins ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. 2. nóvember 2018 11:36
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04