Borche: Án Hákons og Matta er liðið ekki nógu sterkt Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Seljaskóla skrifar 1. nóvember 2018 21:45 Borche hefur átt auðveldari daga í starfi sínu vísir/bára Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu