Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 14:45 N26 rekur engin útibú en býður upp á einfalt og þægilegt snjallsímaforrit, eitthvað sem gæti heillað marga notendur. N26 Þó svo að koma hins þýska N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. Fleiri erlend fjármálafyrirtæki munu án efa gera sig heimakomin á Íslandi og með tíð og tíma bjóða upp á þjónustu sem mun velgja hinum hefðbundnum bönkum undir uggum. Mikil gleði braust út á samfélagsmiðlum í upphafi vikunnar þegar greint var frá fyrirætlunum N26, en fyrirtækið hefur í hyggju að bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi á allra næstu vikum. „Þetta er handsprengja inn á bankamarkaðinn,“ sagði til að mynda þrælspenntur starfsmaður fjármálafyrirtækis sem Vísir ræddi við á dögunum.Sjá einnig: Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramótFinnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Meniga, getur hins vegar ekki tekið undir handsprengjuummælin. Finnur þekkir vel til N26, en í störfum sínum fyrir íslenska fjártæknifyrirtækið hefur hann þurft að fylgjast vel með þróuninni í fjármálaheiminum. Ekki síst í Evrópu þar sem Finnur segir að breytingarnar séu einna hraðastar. Breytt regluverk hefur verið vatn á myllu fjártæknigeirans og upp hafa sprottið ótal örbankar sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á ódýra en oft takmarkaða bankaþjónustu. Eitt þessara fyrirtækja er fyrrnefnt N26. Finnur segir að þrátt fyrir hraðan vöxt fyrirtækisins á síðustu árum sé full djúpt í árinni tekið að tala um N26 sem net-„banka.“Finnur Pálmi Magnússon líkir þróuninni í fjármálageiranum við stíflu sem er í þann mund að bresta. Það þýði ekki fyrir hefðbundna banka að stinga putta í gatið, þeir munu verða undir fjártækniflóðinu ef þeir bregðast ekki almennilega við.Aðsend„Skilgreiningin á banka er nefnilega svolítið að breytast þessa dagana. Þú gætir ákveðið að setja upp fjármálaþjónustufyrirtæki bara með því að finna kortaútgefanda og stimplað þig sem banka. Það er það sem N26 er að gera,“ segir Finnur. Fyrirtækið bjóði í raun upp á einfalda greiðslumiðlun, en ekki eitthvað sem kalla mætti „hefðbundna bankaþjónustu,“ og setur Finnur hið þýska N26 undir sama hatt og Aur sem Íslendingar þekkja ágætlega. Bæði fyrirtækin bjóði aðeins upp á fyrirframgreidd greiðslukort frá Mastercard - „og öll bakvinnslan er í rauninni í höndunum á einhverjum öðrum,“ segir Finnur og undirstrikar að N26, enn sem komið er, bjóði aðeins upp á grunnkortaþjónustu.„Þetta er eiginlega að fá óþarflega mikla athygli að mínu mati, því þetta mun ekki koma til með að umturna íslenska bankamarkaðnum.“ Engu að síður gæti þjónusta N26 komið þeim Íslendingum sem stundi reglulega viðskipti í útlöndum vel. Millibankagjöld og kostnaðurinn við að skipta á milli gjaldmiðla eða taka úr hraðbönkum erlendis séu lítil sem engin þegar greiðslukort N26 er notað. Fólk sem stundi sín viðskipti nær alfarið á Íslandi muni því finna lítið fyrir þessum ávinningi.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Nýjabrumið í starfsemi N26, sem heillað hefur á aðra milljón viðskiptavina í Evrópu, er að sögn Finns góð notendaupplifun. Snjallsímaforrit fyrirtækisins sé þægilegt og einfaldleikinn allsráðandi, sem skýrist auðvitað að einhverju leyti af takmörkuðu vöru- og þjónustuframboði fyrirtækisins. „Þú sérð það bara á markmiði N26: Að búa til fjármálafyrirtæki sem fólk elskar.“ Þá auðveldar N26 fólki að halda utan um neyslu sína. Greiðslukortafærslurnar eru flokkaðar og geta viðskiptavinir þannig séð nákvæmlega hvernig þeir eru að verja peningunum sínum - ekki ósvipað og Meniga hefur verið að gera, bætir Finnur við.Hér að neðan má sjá kynningarmyndband fyrir N26.Einfaldleiki N26 mun að mati Finns eflaust heilla ungt fólk, enda hafi ungir neytendur tekið Aur fagnandi. Það sé auðvelt að hefja viðskipti við N26, aðeins þurfi að sækja smásímaforritið og með örfáum smellum sé hægt að sækja um greiðslukortið - eða þá að fólk borgar bara með símanum. „Þú ert kannski bara 16, 17 ára og þú veist ekki hvernig bankar virka. Þá er mjög hentugt að geta bara sótt app og fengið kort í pósti og byrjað að nota það. Þessi þægindi munu eflaust heilla marga í upphafi,“ segir Finnur. Hann segist þó efast um, þrátt fyrir að fyrirtækið sé farið að skjóta rótum í Evrópu, að tilkoma hins einfalda viðmóts N26 muni leggja íslenska bankaappsmarkaðinn að fótum sér. Snjallsímaforrit íslensku bankanna séu „orðin nokkuð fín“ að mati Finns, ekki síst í samanburði við forrit margra erlendra banka, og því kynni mörgum að þykja hreinlega óþarft að bæta við sig öðru svipuðu forriti. „Það er því líklega meiri eftirspurn erlendis eftir svona þægilegu appi sem virkar. Íslenskir neytendur verða eflaust ekki heillaðir upp úr skónum.“Góð fyrirheit fyrir neytendur Þó svo að koma N26 hingað til lands muni ein og sér ekki kúvenda íslenska bankakerfinu er hún engu að síður ljóslifandi dæmi um gerjunina í fjármálageiranum. Sótt er að hefbundnum bönkum úr öllum áttum og vilji þeir ekki verða undir í samkeppninni þurfa þeir að vera á tánum - og íslensku bankarnir eru þar alls ekki undanskyldir. Finnur segist þannig viss um fleiri erlend fjártæknifyrirtæki, ekki ósvipuð N26, muni koma til með að þjónusta Íslendinga á allra næstu árum. Evrópskt regluverk gerir þeim nú auðveldara að starfa þvert á landamæri og því sé aðeins tímaspursmál hvenær fyrirtækin fara að bjóða upp á „hefðbundnari bankaþjónustu“ hér á landi. „Það er allt bullandi og kraumandi í Evrópu. Ef íslensku bankarnir sofna á verðinum þá munum við sjá þessa litlu banka, sem ná fótfestu í Evrópu, hér á landi líka. Núna eru þetta kannski bara einhver lítil, krúttleg fyrirtæki eins og N26 en eftir tvö ár verða þau eflaust farin að bjóða upp á húsnæðislán sem verða fjármögnuð allt öðruvísi,“ segir Finnur og nefnir svokölluð jafningjalán í því samhengi. Bankarnir þurfi því að endurskilgreina sig, fyrr en síðar. „Þeir þurfa að breytast svolítið mikið; fara úr því að vera turnar sem geyma peninga yfir í það að hugsa um að þjónusta viðskiptavini. Ef þeir eru fyrst að pæla í því núna þá er það að verða of seint.“ Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:30 Hvetur stjórnvöld til að jafna stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendri samkeppni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. 12. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Þó svo að koma hins þýska N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. Fleiri erlend fjármálafyrirtæki munu án efa gera sig heimakomin á Íslandi og með tíð og tíma bjóða upp á þjónustu sem mun velgja hinum hefðbundnum bönkum undir uggum. Mikil gleði braust út á samfélagsmiðlum í upphafi vikunnar þegar greint var frá fyrirætlunum N26, en fyrirtækið hefur í hyggju að bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi á allra næstu vikum. „Þetta er handsprengja inn á bankamarkaðinn,“ sagði til að mynda þrælspenntur starfsmaður fjármálafyrirtækis sem Vísir ræddi við á dögunum.Sjá einnig: Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramótFinnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Meniga, getur hins vegar ekki tekið undir handsprengjuummælin. Finnur þekkir vel til N26, en í störfum sínum fyrir íslenska fjártæknifyrirtækið hefur hann þurft að fylgjast vel með þróuninni í fjármálaheiminum. Ekki síst í Evrópu þar sem Finnur segir að breytingarnar séu einna hraðastar. Breytt regluverk hefur verið vatn á myllu fjártæknigeirans og upp hafa sprottið ótal örbankar sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á ódýra en oft takmarkaða bankaþjónustu. Eitt þessara fyrirtækja er fyrrnefnt N26. Finnur segir að þrátt fyrir hraðan vöxt fyrirtækisins á síðustu árum sé full djúpt í árinni tekið að tala um N26 sem net-„banka.“Finnur Pálmi Magnússon líkir þróuninni í fjármálageiranum við stíflu sem er í þann mund að bresta. Það þýði ekki fyrir hefðbundna banka að stinga putta í gatið, þeir munu verða undir fjártækniflóðinu ef þeir bregðast ekki almennilega við.Aðsend„Skilgreiningin á banka er nefnilega svolítið að breytast þessa dagana. Þú gætir ákveðið að setja upp fjármálaþjónustufyrirtæki bara með því að finna kortaútgefanda og stimplað þig sem banka. Það er það sem N26 er að gera,“ segir Finnur. Fyrirtækið bjóði í raun upp á einfalda greiðslumiðlun, en ekki eitthvað sem kalla mætti „hefðbundna bankaþjónustu,“ og setur Finnur hið þýska N26 undir sama hatt og Aur sem Íslendingar þekkja ágætlega. Bæði fyrirtækin bjóði aðeins upp á fyrirframgreidd greiðslukort frá Mastercard - „og öll bakvinnslan er í rauninni í höndunum á einhverjum öðrum,“ segir Finnur og undirstrikar að N26, enn sem komið er, bjóði aðeins upp á grunnkortaþjónustu.„Þetta er eiginlega að fá óþarflega mikla athygli að mínu mati, því þetta mun ekki koma til með að umturna íslenska bankamarkaðnum.“ Engu að síður gæti þjónusta N26 komið þeim Íslendingum sem stundi reglulega viðskipti í útlöndum vel. Millibankagjöld og kostnaðurinn við að skipta á milli gjaldmiðla eða taka úr hraðbönkum erlendis séu lítil sem engin þegar greiðslukort N26 er notað. Fólk sem stundi sín viðskipti nær alfarið á Íslandi muni því finna lítið fyrir þessum ávinningi.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Nýjabrumið í starfsemi N26, sem heillað hefur á aðra milljón viðskiptavina í Evrópu, er að sögn Finns góð notendaupplifun. Snjallsímaforrit fyrirtækisins sé þægilegt og einfaldleikinn allsráðandi, sem skýrist auðvitað að einhverju leyti af takmörkuðu vöru- og þjónustuframboði fyrirtækisins. „Þú sérð það bara á markmiði N26: Að búa til fjármálafyrirtæki sem fólk elskar.“ Þá auðveldar N26 fólki að halda utan um neyslu sína. Greiðslukortafærslurnar eru flokkaðar og geta viðskiptavinir þannig séð nákvæmlega hvernig þeir eru að verja peningunum sínum - ekki ósvipað og Meniga hefur verið að gera, bætir Finnur við.Hér að neðan má sjá kynningarmyndband fyrir N26.Einfaldleiki N26 mun að mati Finns eflaust heilla ungt fólk, enda hafi ungir neytendur tekið Aur fagnandi. Það sé auðvelt að hefja viðskipti við N26, aðeins þurfi að sækja smásímaforritið og með örfáum smellum sé hægt að sækja um greiðslukortið - eða þá að fólk borgar bara með símanum. „Þú ert kannski bara 16, 17 ára og þú veist ekki hvernig bankar virka. Þá er mjög hentugt að geta bara sótt app og fengið kort í pósti og byrjað að nota það. Þessi þægindi munu eflaust heilla marga í upphafi,“ segir Finnur. Hann segist þó efast um, þrátt fyrir að fyrirtækið sé farið að skjóta rótum í Evrópu, að tilkoma hins einfalda viðmóts N26 muni leggja íslenska bankaappsmarkaðinn að fótum sér. Snjallsímaforrit íslensku bankanna séu „orðin nokkuð fín“ að mati Finns, ekki síst í samanburði við forrit margra erlendra banka, og því kynni mörgum að þykja hreinlega óþarft að bæta við sig öðru svipuðu forriti. „Það er því líklega meiri eftirspurn erlendis eftir svona þægilegu appi sem virkar. Íslenskir neytendur verða eflaust ekki heillaðir upp úr skónum.“Góð fyrirheit fyrir neytendur Þó svo að koma N26 hingað til lands muni ein og sér ekki kúvenda íslenska bankakerfinu er hún engu að síður ljóslifandi dæmi um gerjunina í fjármálageiranum. Sótt er að hefbundnum bönkum úr öllum áttum og vilji þeir ekki verða undir í samkeppninni þurfa þeir að vera á tánum - og íslensku bankarnir eru þar alls ekki undanskyldir. Finnur segist þannig viss um fleiri erlend fjártæknifyrirtæki, ekki ósvipuð N26, muni koma til með að þjónusta Íslendinga á allra næstu árum. Evrópskt regluverk gerir þeim nú auðveldara að starfa þvert á landamæri og því sé aðeins tímaspursmál hvenær fyrirtækin fara að bjóða upp á „hefðbundnari bankaþjónustu“ hér á landi. „Það er allt bullandi og kraumandi í Evrópu. Ef íslensku bankarnir sofna á verðinum þá munum við sjá þessa litlu banka, sem ná fótfestu í Evrópu, hér á landi líka. Núna eru þetta kannski bara einhver lítil, krúttleg fyrirtæki eins og N26 en eftir tvö ár verða þau eflaust farin að bjóða upp á húsnæðislán sem verða fjármögnuð allt öðruvísi,“ segir Finnur og nefnir svokölluð jafningjalán í því samhengi. Bankarnir þurfi því að endurskilgreina sig, fyrr en síðar. „Þeir þurfa að breytast svolítið mikið; fara úr því að vera turnar sem geyma peninga yfir í það að hugsa um að þjónusta viðskiptavini. Ef þeir eru fyrst að pæla í því núna þá er það að verða of seint.“
Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:30 Hvetur stjórnvöld til að jafna stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendri samkeppni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. 12. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:30
Hvetur stjórnvöld til að jafna stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendri samkeppni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. 12. nóvember 2018 20:00