Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Þór Þ. 107-110 | Senur í Smáranum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 15. nóvember 2018 22:30 Þórsarar fagna sigri Vísir/Daníel Breiðablik tók á móti Þór Þorlákshöfn í kvöld í fallslag í Smáranum. Leikurinn var hluti af 7.umferð Domino’s deildar karla sem hófst í gærkvöldi. Fyrir leik var ljóst að tapliðið yrði í fallsæti. Eftir magnaðar lokamínútur náðu Þórsarar að klára leikinn og taka stigin tvö með sér heim. Það var augljóst í byrjun leiks að Þórsarar ætluðu að selja sig dýrt en þeir hófu leikinn af miklum krafti og áræðni. Þeir settu fyrstu körfuna og leiddu 27-21 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta náðu Þórsarar 12 stiga forskoti áður en Pétur Ingvarsson þjálfari Blika tók leikhlé og lét sína menn heyra það. Leikhléið virkaði vel en Blikar minnkuðu muninn niður í 5 stig áður en Þórsarar tóku aftur við sér og enduðu hálfleikinn vel og leiddu að honum loknum, 57-48. Alveg eins og í byrjun leiks þá voru Þórsarar mikið sterkari til að byrja með í seinni hálfleik og náðu 15 stiga forskoti en þá tóku Blikar við sér og náðu góðum kafla. Þeir jöfnuðu leikinn og komust yfir 7 sekúndum fyrir lok leikhlutans en þá kom Nick Tomsick með flautukörfu fyrir Þórsara og það var ekki seinasta flautukarfan í leiknum. Blikar byrjuðu lokaleikhlutann betur og komust yfir. Þórsarar urðu fyrir áfalli þegar besti leikmaður þeirra framan af, Kinu Rochford fékk sína fimmtu villu og lauk leik þegar það voru ennþá rétt rúmlega 3 mínútur eftir. Blikar héldu forystunni lengst af eða þar til Nick Tomsick tók leikinn yfir. Í stöðunni 101-98 setti hann tvo þrista á 10 sekúndum og kom Þór yfir. Chris Covile svaraði þá fyrir Blika áður en Tomsick setti þriðja þristinn í röð. Covile setti svo annan þrist og staðan jöfn 107-107. Tomsick var hinsvegar ekki búinn að syngja sitt síðasta og ákvað að klára leikinn fyrir sína menn. Þegar allt stefndi í framlengingu lét hann vaða af löngu færi og boltinn ofan í! Leik lokið og Þór með rosalega stóran sigur, 110-107.vísir/daníelAf hverju vann Þór? Þeir voru einfaldlega miklu ákveðnari og grimmari heldur en Blikarnir, Blikar lentu í því að þurfa elta meirihluta leiksins. Að lokum voru þeir óheppnir að fara ekki allavega í framlengingu! Þeir hefðu getað stolið þessu en brást bogalistin.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Þórsurum var hetjan Nick Tomsick frábær en hann endaði leikinn með 39 stig og bætti við það 5 stoðsendingum og 3 fráköstum. Kinu Rochford var frábær þar til hann fékk fimmtu villuna en hann endaði með 30 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar, ekki langt frá þrennunni og að auki með 43 framlagsstig. Nýi maðurinn Jaka Brodnik sem kom til landsins í gær byrjaði vel og endaði með 15 stig og 6 fráköst. Hjá Blikum var Chris Covile stigahæstur eins og svo oft áður með 33 stig og 7 fráköst. Snorri Vignisson bætti við 19 stigum og Hilmar Pétursson átti flotta takta og endaði með 16 stig af bekknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Blika undir körfunni, þeir réðu ekkert við Kinu þegar hann fékk boltann undir körfunni. Síðan er erfitt að setja mikið út á varnarleikinn þrátt fyrir hátt skor. Bæði lið hittu einfaldlega fáranlega vel.Hvað gerist næst? Þórsarar fá Skallagrím í heimsókn og freista þess að ná í annan sigur í röð og slíta sig aðeins frá fallsætunum. Blikarnir fara í Origo-höllina en þar mætast tvö neðstu liðin.Breiðablik-Þór Þ. 107-110 (21-27, 27-30, 29-22, 30-31) Breiðablik: Christian Covile 33/7 fráköst, Snorri Vignisson 19/4 fráköst, Hilmar Pétursson 16, Snorri Hrafnkelsson 12, Jure Gunjina 9/4 fráköst, Arnór Hermannsson 7/4 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 7/10 stoðsendingar, Sveinbjörn Jóhannesson 4/4 fráköst.Þór Þ.: Nikolas Tomsick 39/5 stoðsendingar, Kinu Rochford 30/15 fráköst/8 stoðsendingar, Jaka Brodnik 15/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 11/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 2.vísir/daníelBaldur Þór: Sjaldan séð aðra eins hittni Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs var gífurlega ánægður með sigurinn á Blikum í kvöld. „Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt eftir svona leik, þetta var einhver ótrúlegasti leikur sem ég hef orðið vitni af,” sagði Baldur um leik kvöldsins. Hann var mjög ánægður með sína leikmenn en þeir fylgdu vel því plani sem var lagt upp með. „Planið sem við vorum að vinna eftir gekk vel meirihlutann af leiknum en svo bara byrja allir að hitta útum allt. Ég hef bara sjaldan séð aðra eins hittni. Þetta var bara stórskrítinn leikur” Hann var svekktur að missa Kinu útaf eftir villuvandræðum en var mjög sáttur hvernig hans menn svöruðu. „Hann berst fyrir öllu sínu og það er mikil orka í kringum hann og það var mjög vont að missa hann útaf en við höldum bara áfram.” „Jaka er mjög flottur leikmaður, búinn að spila í flottum klúbbum í Evrópu og ég held að hann verði fínn í þessari deild,” sagði Baldur spurður út í nýja erlenda leikmann Þórs, Jaka Brodnik. Varðandi mikilvægi sigursins sagði hann að allir sigrar séu mikilvægir. „Hann var mjög mikilvægur eins og allir sigrar eru. Ég er bara hrikalega ánægður að hafa unnið þennan leik,” sagði Baldur Þór að lokum.vísir/daníelPétur Ingvars: Þetta er alltaf það sama hjá okkur Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks var mjög svekktur eftir tap liðsins í kvöld en þeir töpuðu leiknum á flautukörfu. „Flautukarfa í þriðja leikhluta og flautukarfa í fjórða leikhluta, það er erfitt að eiga við það.” Hann er orðinn þreyttur á því hvernig hans menn eru alltaf eins, baráttuglaðir en tapa. „Þetta er alltaf það sama hjá okkur, menn eru rosalega baráttuglaðir en tapa, það þarf bara að fara hætta. Það sem við erum að gera er greinilega ekki að virka. Við þurfum að finna aðra leið til að vinna.” Blikar hafa í flestum leikjum byrjað mjög vel og verið yfir meirihluta leikjanna en það var annað upp á teningnum í kvöld. „Það sem klikkaði í byrjun er að þeir náðu að stjórna tempóinu í byrjun og skoruðu mjög grimmt þannig við náðum eiginlega aldrei að keyra upp hraðann almennilega í fyrsta leikhluta og við ekki að hitta og þá kom stress í okkur,” sagði svekktur Pétur Ingvarsson að lokum. Tomsick tekur lokaskotiðvísir/daníelNick Tomsick: Rann ekki í mér blóðið í kvöld Nick Tomsick var hetja Þórs í kvöld en hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur á seinustu 2 mínútunum og tryggði sínum mönnum sigurinn í kvöld. Hann var gífurlega sáttur í leikslok. „Þetta var líklega stærsti leikur tímabilsins til þessa, við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og tapa leikjum undir lokin. Þetta var svona eins og oddaleikur, allt undir.” Þeir lentu í vandræðum þegar Kinu fór útaf með fimm villur en þeir brugðust vel við því. „Planið var að spila á Kinu undir körfunni en eftir að hann fór útaf þurftum við að breyta til og það er eitthvað sem ég æfi á hverjum degi. Liðsfélagarnir og þjálfararnir hafa trú á mér og ég reyndi bara að gera mitt besta.” „Ég veit ekki hvað ég er með í æðunum, í kvöld rann ekki blóð í mér, kannski ekki næst en það eina sem maður getur gert er að gera sitt besta sama hvort þetta fer ofan í eða ekki,” sagði Nick en miðað við síðustu mínútur leiksins þá rennur ekki í honum blóðið! Nick er mjög ánægður með nýja leikmanninn Jaka Brodnik sem byrjaði vel í kvöld. „Jaka er nýlentur, við kenndum honum fimm kerfi og hann er nýkominn í gang og ég held að hann verði einn af bestu mönnunum í þessari deild. Hann hefur spilað útum alla Evrópu. Frábær karakter og ég get ekki beðið eftir að spila meira með honum,” sagði Nick Tomsick að lokum. Dominos-deild karla
Breiðablik tók á móti Þór Þorlákshöfn í kvöld í fallslag í Smáranum. Leikurinn var hluti af 7.umferð Domino’s deildar karla sem hófst í gærkvöldi. Fyrir leik var ljóst að tapliðið yrði í fallsæti. Eftir magnaðar lokamínútur náðu Þórsarar að klára leikinn og taka stigin tvö með sér heim. Það var augljóst í byrjun leiks að Þórsarar ætluðu að selja sig dýrt en þeir hófu leikinn af miklum krafti og áræðni. Þeir settu fyrstu körfuna og leiddu 27-21 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta náðu Þórsarar 12 stiga forskoti áður en Pétur Ingvarsson þjálfari Blika tók leikhlé og lét sína menn heyra það. Leikhléið virkaði vel en Blikar minnkuðu muninn niður í 5 stig áður en Þórsarar tóku aftur við sér og enduðu hálfleikinn vel og leiddu að honum loknum, 57-48. Alveg eins og í byrjun leiks þá voru Þórsarar mikið sterkari til að byrja með í seinni hálfleik og náðu 15 stiga forskoti en þá tóku Blikar við sér og náðu góðum kafla. Þeir jöfnuðu leikinn og komust yfir 7 sekúndum fyrir lok leikhlutans en þá kom Nick Tomsick með flautukörfu fyrir Þórsara og það var ekki seinasta flautukarfan í leiknum. Blikar byrjuðu lokaleikhlutann betur og komust yfir. Þórsarar urðu fyrir áfalli þegar besti leikmaður þeirra framan af, Kinu Rochford fékk sína fimmtu villu og lauk leik þegar það voru ennþá rétt rúmlega 3 mínútur eftir. Blikar héldu forystunni lengst af eða þar til Nick Tomsick tók leikinn yfir. Í stöðunni 101-98 setti hann tvo þrista á 10 sekúndum og kom Þór yfir. Chris Covile svaraði þá fyrir Blika áður en Tomsick setti þriðja þristinn í röð. Covile setti svo annan þrist og staðan jöfn 107-107. Tomsick var hinsvegar ekki búinn að syngja sitt síðasta og ákvað að klára leikinn fyrir sína menn. Þegar allt stefndi í framlengingu lét hann vaða af löngu færi og boltinn ofan í! Leik lokið og Þór með rosalega stóran sigur, 110-107.vísir/daníelAf hverju vann Þór? Þeir voru einfaldlega miklu ákveðnari og grimmari heldur en Blikarnir, Blikar lentu í því að þurfa elta meirihluta leiksins. Að lokum voru þeir óheppnir að fara ekki allavega í framlengingu! Þeir hefðu getað stolið þessu en brást bogalistin.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Þórsurum var hetjan Nick Tomsick frábær en hann endaði leikinn með 39 stig og bætti við það 5 stoðsendingum og 3 fráköstum. Kinu Rochford var frábær þar til hann fékk fimmtu villuna en hann endaði með 30 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar, ekki langt frá þrennunni og að auki með 43 framlagsstig. Nýi maðurinn Jaka Brodnik sem kom til landsins í gær byrjaði vel og endaði með 15 stig og 6 fráköst. Hjá Blikum var Chris Covile stigahæstur eins og svo oft áður með 33 stig og 7 fráköst. Snorri Vignisson bætti við 19 stigum og Hilmar Pétursson átti flotta takta og endaði með 16 stig af bekknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Blika undir körfunni, þeir réðu ekkert við Kinu þegar hann fékk boltann undir körfunni. Síðan er erfitt að setja mikið út á varnarleikinn þrátt fyrir hátt skor. Bæði lið hittu einfaldlega fáranlega vel.Hvað gerist næst? Þórsarar fá Skallagrím í heimsókn og freista þess að ná í annan sigur í röð og slíta sig aðeins frá fallsætunum. Blikarnir fara í Origo-höllina en þar mætast tvö neðstu liðin.Breiðablik-Þór Þ. 107-110 (21-27, 27-30, 29-22, 30-31) Breiðablik: Christian Covile 33/7 fráköst, Snorri Vignisson 19/4 fráköst, Hilmar Pétursson 16, Snorri Hrafnkelsson 12, Jure Gunjina 9/4 fráköst, Arnór Hermannsson 7/4 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 7/10 stoðsendingar, Sveinbjörn Jóhannesson 4/4 fráköst.Þór Þ.: Nikolas Tomsick 39/5 stoðsendingar, Kinu Rochford 30/15 fráköst/8 stoðsendingar, Jaka Brodnik 15/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 11/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 2.vísir/daníelBaldur Þór: Sjaldan séð aðra eins hittni Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs var gífurlega ánægður með sigurinn á Blikum í kvöld. „Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt eftir svona leik, þetta var einhver ótrúlegasti leikur sem ég hef orðið vitni af,” sagði Baldur um leik kvöldsins. Hann var mjög ánægður með sína leikmenn en þeir fylgdu vel því plani sem var lagt upp með. „Planið sem við vorum að vinna eftir gekk vel meirihlutann af leiknum en svo bara byrja allir að hitta útum allt. Ég hef bara sjaldan séð aðra eins hittni. Þetta var bara stórskrítinn leikur” Hann var svekktur að missa Kinu útaf eftir villuvandræðum en var mjög sáttur hvernig hans menn svöruðu. „Hann berst fyrir öllu sínu og það er mikil orka í kringum hann og það var mjög vont að missa hann útaf en við höldum bara áfram.” „Jaka er mjög flottur leikmaður, búinn að spila í flottum klúbbum í Evrópu og ég held að hann verði fínn í þessari deild,” sagði Baldur spurður út í nýja erlenda leikmann Þórs, Jaka Brodnik. Varðandi mikilvægi sigursins sagði hann að allir sigrar séu mikilvægir. „Hann var mjög mikilvægur eins og allir sigrar eru. Ég er bara hrikalega ánægður að hafa unnið þennan leik,” sagði Baldur Þór að lokum.vísir/daníelPétur Ingvars: Þetta er alltaf það sama hjá okkur Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks var mjög svekktur eftir tap liðsins í kvöld en þeir töpuðu leiknum á flautukörfu. „Flautukarfa í þriðja leikhluta og flautukarfa í fjórða leikhluta, það er erfitt að eiga við það.” Hann er orðinn þreyttur á því hvernig hans menn eru alltaf eins, baráttuglaðir en tapa. „Þetta er alltaf það sama hjá okkur, menn eru rosalega baráttuglaðir en tapa, það þarf bara að fara hætta. Það sem við erum að gera er greinilega ekki að virka. Við þurfum að finna aðra leið til að vinna.” Blikar hafa í flestum leikjum byrjað mjög vel og verið yfir meirihluta leikjanna en það var annað upp á teningnum í kvöld. „Það sem klikkaði í byrjun er að þeir náðu að stjórna tempóinu í byrjun og skoruðu mjög grimmt þannig við náðum eiginlega aldrei að keyra upp hraðann almennilega í fyrsta leikhluta og við ekki að hitta og þá kom stress í okkur,” sagði svekktur Pétur Ingvarsson að lokum. Tomsick tekur lokaskotiðvísir/daníelNick Tomsick: Rann ekki í mér blóðið í kvöld Nick Tomsick var hetja Þórs í kvöld en hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur á seinustu 2 mínútunum og tryggði sínum mönnum sigurinn í kvöld. Hann var gífurlega sáttur í leikslok. „Þetta var líklega stærsti leikur tímabilsins til þessa, við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og tapa leikjum undir lokin. Þetta var svona eins og oddaleikur, allt undir.” Þeir lentu í vandræðum þegar Kinu fór útaf með fimm villur en þeir brugðust vel við því. „Planið var að spila á Kinu undir körfunni en eftir að hann fór útaf þurftum við að breyta til og það er eitthvað sem ég æfi á hverjum degi. Liðsfélagarnir og þjálfararnir hafa trú á mér og ég reyndi bara að gera mitt besta.” „Ég veit ekki hvað ég er með í æðunum, í kvöld rann ekki blóð í mér, kannski ekki næst en það eina sem maður getur gert er að gera sitt besta sama hvort þetta fer ofan í eða ekki,” sagði Nick en miðað við síðustu mínútur leiksins þá rennur ekki í honum blóðið! Nick er mjög ánægður með nýja leikmanninn Jaka Brodnik sem byrjaði vel í kvöld. „Jaka er nýlentur, við kenndum honum fimm kerfi og hann er nýkominn í gang og ég held að hann verði einn af bestu mönnunum í þessari deild. Hann hefur spilað útum alla Evrópu. Frábær karakter og ég get ekki beðið eftir að spila meira með honum,” sagði Nick Tomsick að lokum.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu