Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Vísir/Getty „Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
„Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20
Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15