Sendiherra ESB á Íslandi: „Alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 21:00 Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Vísir Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann. Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann.
Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20
Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00
Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00