Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira