Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Parísarbúar fagna lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar 11. nóvember 1918 en styrjöldin stóð í rúm fjögur ár. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég hef nú orðað það þannig að Reykvíkingar alla vega hafi varla tekið eftir því að stríðið var búið. Það var allt lamað hérna út af spænsku veikinni og engin blöð komu út. Niðurstaðan varð sú að blöðin í Reykjavík splæstu í sameiginlegan fregnmiða,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur um það hvernig Íslendingar fréttu af lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eins og fyrr segir var prentaður sérstakur fregnmiði mánudaginn 11. nóvember 1918 þar sem sagt var frá því að vopnahlé væri komið á og uppreisn væri hafin í Þýskalandi. „Seinni stríðsárin, alveg frá 1916, voru mjög erfiður tími á Íslandi. Fólk kveið því að þessu myndi ekkert linna strax. Það var kolaskortur og myrkur á götum í Reykjavík á kvöldin því menn höfðu ekki efni á lýsingu,“ segir Gunnar Þór.Gunnar Þór Bjarnason.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHann bendir líka á að fyrri heimsstyrjöldin hafi haft mikil áhrif á fullveldi Íslands sem fékkst 1. desember sama ár. Stríðið hafi fært Ísland fjær Danmörku. „Íslendingar þurftu svolítið að standa á eigin fótum og semja um viðskipti við Breta. Landsstjórnin keypti og leigði skip og það voru siglingar til Ameríku sem höfðu ekki verið áður. Þetta var mikið tímamótaár fyrir Íslendinga. Stríðið hafði miklu meiri áhrif hér en menn hafa kannski gert sér grein fyrir því það er alltaf verið að bera það saman við seinni heimsstyrjöldina sem hafði auðvitað svo gríðarleg áhrif.“ Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrjöldin hafi í raun gefið tóninn fyrir alla 20. öldina. „Þetta eru auðvitað tímamót í Evrópu því það verða svo mikil umskipti og uppstokkun. Það hverfur þarna úr sögunni hvert heimsveldið á fætur öðru. Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverjaland hverfa og Rússar eru úr leik í bili. Stríðið gekk líka mjög nærri Bretlandi og Frakklandi þótt þau teldust til sigurvegara. Bandaríkin standa því uppi sem öflugasta veldið þótt þau séu ekki í sömu yfirburðastöðu og síðar varð.“ Emmanuel Macron og Angela Merkel heilsast í París í gær.NORDICPHOTOS/GETTYMacron varaði við þjóðernishyggju Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti þjóðarleiðtoga til þess að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hafna þjóðernishyggju. Þetta sagði hann í ávarpi í París í gær þar sem þess var minnst að ein öld er liðin frá lokum styrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar gengu að minnismerki óþekkta hermannsins undir Sigurboganum þar sem Macron flutti ávarp sitt. Hann sagði það frábært að hafa leiðtogana á þessum stað til að minnast loka styrjaldarinnar en velti því fyrir sér hvernig ljósmyndanna af viðburðinum yrði minnst í framtíðinni. Hvort þær yrðu tákn um frið eða síðasta augnablik samstöðu áður en ringulreið tæki yfir í heiminum. Það væri undir þeim sjálfum komið. Friðarráðstefna var svo haldin í París síðdegis í gær þar sem auk Macron tóku þátt leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók hins vegar ekki þátt í ráðstefnunni heldur hélt til Bandaríkjanna að lokinni minningarathöfninni. Trump var gagnrýndur fyrir að hafa á laugardaginn hætt við að heimsækja kirkjugarð fyrir utan París þar sem bandarískir hermenn sem féllu í styrjöldinni hvíla. Ástæðan sem gefin var fyrir því var slæmt veður en ekki var hægt að fljúga þyrlunni sem átti að flytja Trump. Þess í stað heimsótti hann annan kirkjugarð í gær. [email protected] Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Ég hef nú orðað það þannig að Reykvíkingar alla vega hafi varla tekið eftir því að stríðið var búið. Það var allt lamað hérna út af spænsku veikinni og engin blöð komu út. Niðurstaðan varð sú að blöðin í Reykjavík splæstu í sameiginlegan fregnmiða,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur um það hvernig Íslendingar fréttu af lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eins og fyrr segir var prentaður sérstakur fregnmiði mánudaginn 11. nóvember 1918 þar sem sagt var frá því að vopnahlé væri komið á og uppreisn væri hafin í Þýskalandi. „Seinni stríðsárin, alveg frá 1916, voru mjög erfiður tími á Íslandi. Fólk kveið því að þessu myndi ekkert linna strax. Það var kolaskortur og myrkur á götum í Reykjavík á kvöldin því menn höfðu ekki efni á lýsingu,“ segir Gunnar Þór.Gunnar Þór Bjarnason.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHann bendir líka á að fyrri heimsstyrjöldin hafi haft mikil áhrif á fullveldi Íslands sem fékkst 1. desember sama ár. Stríðið hafi fært Ísland fjær Danmörku. „Íslendingar þurftu svolítið að standa á eigin fótum og semja um viðskipti við Breta. Landsstjórnin keypti og leigði skip og það voru siglingar til Ameríku sem höfðu ekki verið áður. Þetta var mikið tímamótaár fyrir Íslendinga. Stríðið hafði miklu meiri áhrif hér en menn hafa kannski gert sér grein fyrir því það er alltaf verið að bera það saman við seinni heimsstyrjöldina sem hafði auðvitað svo gríðarleg áhrif.“ Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrjöldin hafi í raun gefið tóninn fyrir alla 20. öldina. „Þetta eru auðvitað tímamót í Evrópu því það verða svo mikil umskipti og uppstokkun. Það hverfur þarna úr sögunni hvert heimsveldið á fætur öðru. Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverjaland hverfa og Rússar eru úr leik í bili. Stríðið gekk líka mjög nærri Bretlandi og Frakklandi þótt þau teldust til sigurvegara. Bandaríkin standa því uppi sem öflugasta veldið þótt þau séu ekki í sömu yfirburðastöðu og síðar varð.“ Emmanuel Macron og Angela Merkel heilsast í París í gær.NORDICPHOTOS/GETTYMacron varaði við þjóðernishyggju Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti þjóðarleiðtoga til þess að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hafna þjóðernishyggju. Þetta sagði hann í ávarpi í París í gær þar sem þess var minnst að ein öld er liðin frá lokum styrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar gengu að minnismerki óþekkta hermannsins undir Sigurboganum þar sem Macron flutti ávarp sitt. Hann sagði það frábært að hafa leiðtogana á þessum stað til að minnast loka styrjaldarinnar en velti því fyrir sér hvernig ljósmyndanna af viðburðinum yrði minnst í framtíðinni. Hvort þær yrðu tákn um frið eða síðasta augnablik samstöðu áður en ringulreið tæki yfir í heiminum. Það væri undir þeim sjálfum komið. Friðarráðstefna var svo haldin í París síðdegis í gær þar sem auk Macron tóku þátt leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók hins vegar ekki þátt í ráðstefnunni heldur hélt til Bandaríkjanna að lokinni minningarathöfninni. Trump var gagnrýndur fyrir að hafa á laugardaginn hætt við að heimsækja kirkjugarð fyrir utan París þar sem bandarískir hermenn sem féllu í styrjöldinni hvíla. Ástæðan sem gefin var fyrir því var slæmt veður en ekki var hægt að fljúga þyrlunni sem átti að flytja Trump. Þess í stað heimsótti hann annan kirkjugarð í gær. [email protected]
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55