Körfuboltakvöld um Hákon: Nettur Teitur í honum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 14:00 Hákon Örn er orðinn lykilmaður í liði ÍR s2 sport Hákon Örn Hjálmarsson hefur þurft að stíga upp og axla mikla ábyrgð í fjarveru Matthíasar Orra Sigurðarsonar í liði ÍR. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru mjög hrifnir af hinum unga Hákoni. Hákon er fæddur árið 1999 en er aðal leikstjórnandi ÍR-inga á meðan þeirra stjörnuleikmaður, Matthías Orri, er meiddur. Hann var sá sem sérfræðingarnir voru hrifnastir af í leik ÍR og Þórs frá Þorlákshöfn í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Hákon skoraði 16 stig og gaf 8 stoðsendingar í leiknum sem ÍR vann 92-88. „Hann er að fá miklu stærra hlutverk, allt annað hlutverk, en hann fékk í fyrra. Tölurnar sem hann er að setja, þetta eru alvöru tölur,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. Teitur Örlygsson tók undir það. „Í fjórða leikhluta líka, þar finnst mér eins og hann stígi alltaf á bensíngjöfina. Þessi sigur fyrir ÍR, á þessum útivelli, þetta er gulls ígildi.“ „Ég horfði mikið á hann í gegnum yngri flokkana,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Hann skoraði hvern leikinn á fætur öðrum 35 plús stig og er vanur að vera að draga vagninn.“ „Það sem gerðist hjá honum þegar hann kom í meistaraflokk, það steig honum aðeins til höfuðs og hann var farinn að líta of stórt á sig í staðinn fyrir að taka þetta á kassann og vera aðeins auðmjúkur. Það er greinilega búið að vinna eitthvað í því með hann fyrir þetta tímabil því það kemur allt annar náungi inn í þetta tímabil.“ „Það sem hjálpar honum helling er að hann er „cocky“. Það er svona nettur Teitur í honum.“ „Áfallið að missa Matta, hann er eiginlega búinn að þurrka það bara út,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir lofuðu líka Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem hefur fengið endurnýjun lífdaga í ÍR eftir slæman vetur í Grindavík síðasta vetur. Umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Hákon og Sigurður heilla Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Hákon Örn Hjálmarsson hefur þurft að stíga upp og axla mikla ábyrgð í fjarveru Matthíasar Orra Sigurðarsonar í liði ÍR. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru mjög hrifnir af hinum unga Hákoni. Hákon er fæddur árið 1999 en er aðal leikstjórnandi ÍR-inga á meðan þeirra stjörnuleikmaður, Matthías Orri, er meiddur. Hann var sá sem sérfræðingarnir voru hrifnastir af í leik ÍR og Þórs frá Þorlákshöfn í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Hákon skoraði 16 stig og gaf 8 stoðsendingar í leiknum sem ÍR vann 92-88. „Hann er að fá miklu stærra hlutverk, allt annað hlutverk, en hann fékk í fyrra. Tölurnar sem hann er að setja, þetta eru alvöru tölur,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. Teitur Örlygsson tók undir það. „Í fjórða leikhluta líka, þar finnst mér eins og hann stígi alltaf á bensíngjöfina. Þessi sigur fyrir ÍR, á þessum útivelli, þetta er gulls ígildi.“ „Ég horfði mikið á hann í gegnum yngri flokkana,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Hann skoraði hvern leikinn á fætur öðrum 35 plús stig og er vanur að vera að draga vagninn.“ „Það sem gerðist hjá honum þegar hann kom í meistaraflokk, það steig honum aðeins til höfuðs og hann var farinn að líta of stórt á sig í staðinn fyrir að taka þetta á kassann og vera aðeins auðmjúkur. Það er greinilega búið að vinna eitthvað í því með hann fyrir þetta tímabil því það kemur allt annar náungi inn í þetta tímabil.“ „Það sem hjálpar honum helling er að hann er „cocky“. Það er svona nettur Teitur í honum.“ „Áfallið að missa Matta, hann er eiginlega búinn að þurrka það bara út,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir lofuðu líka Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem hefur fengið endurnýjun lífdaga í ÍR eftir slæman vetur í Grindavík síðasta vetur. Umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Hákon og Sigurður heilla
Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira