Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 18:32 Karl Gauti þegar hann kom til fundar stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins nú síðdegis. Vísir/VIlhelm Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01