Gunnar Bragi Sveinsson var á meðal þeirra sem létu umdeild ummæli falla en hann hitti Ingu Sæland, sem mátti þola miður falleg orð um sig, á þingi. Þingkonur ákváðu að funda klukkan 11:30 og fara saman yfir málin. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sagði í Bítinu í morgun að mikla kvenfyrirlitningu væri að finna í orðum þingfólksins sem heyra má á upptökunni.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á Alþingi í morgun og náði þessum myndum.







