Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2018 14:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50