Sjá einnig: Skotárás á veitingastað í Kaliforníu
Mowry-Housley barðist við tárin á meðan hún minntist frænku sinnar Alainu Housley sem var nemi við Pepperdine háskólann í Kaliforníu. „Hún myndi vilja að ég myndi nota rödd hennar til þess að hvetja til breytinga. Þess vegna er ég hér í dag,“ sagði Mowry-Housley.
Hún sagði tímabært að breyting yrði á í samfélaginu þar sem skotárásir væru orðnar alltof tíðar. Byssuofbeldi væri sjúkdómur sem væri að þjaka Bandaríkin.
„Við þurfum breytingar þegar kemur að byssuofbeldi. Mér er sama þó ég þurfi að banka upp á í Hvíta húsinu til þess að fá breytingar í gegn,“ sagði hún og hét því að halda minningu frænku sinnar á lofti með því að tala fyrir breytingum rétt eins og frænka hennar hefði sjálf gert.