Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2018 07:45 Denis Shramko var vel fagnað í Lúxemborg um helgina. Hér er hann ásamt Elizu Reid, verndara Kokkalandsliðsins eftir að gullverðlaunin voru í höfn. Kokkalandsliðið Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira
Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.
Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira