Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 10:30 Sigrún Sif Jóelsdóttir. Gangan hefst klukkan 17 á Arnarhóli. Fréttablaðið/Ernir Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilkynningu frá samökunum segir að dagurinn marki upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Gangan hefst á Arnarhóli og verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. „Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er #hearmetoo. Á undanförnum árum hafa raddir þolenda kynferðisofbeldis og aðgerðarsinna gegn kynbundnu ofbeldi fengið hljómgrunn í gegnum byltingar á borð við #metoo og #timesup. Í Ljósagöngunni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjölmörgu hugrökku raddir sem ljáð hafa byltingunni reynslu sína og frásagnir en einnig þær konur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um misréttið sem þær eru beittar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði. Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir gönguna ásamt Olgu Ólafsdóttur, Hjördísi Svan og Hildi Björk Hörpudóttir sem allar hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Sigrún Sif flytur hugvekju en hún tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Sigrún Sif Jóelsdóttir er jafnframt ein kvennanna í hópnum metoo fjölskyldutengsl og mun leiða Ljósagöngu UN Women í ár ásamt Olgu, Hjördísi og Hildi Björk í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningunni. Kynferðisofbeldi MeToo Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilkynningu frá samökunum segir að dagurinn marki upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Gangan hefst á Arnarhóli og verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. „Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er #hearmetoo. Á undanförnum árum hafa raddir þolenda kynferðisofbeldis og aðgerðarsinna gegn kynbundnu ofbeldi fengið hljómgrunn í gegnum byltingar á borð við #metoo og #timesup. Í Ljósagöngunni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjölmörgu hugrökku raddir sem ljáð hafa byltingunni reynslu sína og frásagnir en einnig þær konur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um misréttið sem þær eru beittar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði. Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir gönguna ásamt Olgu Ólafsdóttur, Hjördísi Svan og Hildi Björk Hörpudóttir sem allar hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Sigrún Sif flytur hugvekju en hún tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Sigrún Sif Jóelsdóttir er jafnframt ein kvennanna í hópnum metoo fjölskyldutengsl og mun leiða Ljósagöngu UN Women í ár ásamt Olgu, Hjördísi og Hildi Björk í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningunni.
Kynferðisofbeldi MeToo Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01