Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:45 Verjandi Thomasar segir mikilvægt að handtakan og málsmeðferðin verði endurskoðuð. Fréttablaðið/Anton Brink Thomas Møller Olsen mun óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms sem dæmdi Thomas til 19 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. „Málsmeðferðin fyrir Landsrétti ber vott um virðingarleysi fyrir réttindum ákærða,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, og segir að byggt verði á því í beiðni til Hæstaréttar að um brot á rétti skjólstæðings síns til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið að ræða. Nefnir Björgvin bæði lengd aðalmeðferðar sem lokið var á einum degi og skeytingarleysi gagnvart fjölda vafaatriða í málinu sem hafnað sé með litlum eða engum rökstuðningi í forsendum dómsins. Eins og Fréttablaðið fjallaði um stóð aðalmeðferð í Landsrétti frá klukkan níu að morgni og þangað til klukkan var langt gengin í tíu að kvöldi eða í tæpar þrettán klukkustundir. „Það segir sig sjálft að hvorki dómarar né aðrir þjónar réttarins, saksóknari eða verjandi, geta haldið fullkominni einbeitingu í svona langan tíma,“ segir Björgvin. „Við munum einnig byggja á því að sjálfur dómsformaðurinn hafi verið vanhæfur í málinu en fyrir liggur að áður en hann var skipaður dómari við Landsrétt þáði hann sem aðstoðarmaður verktakagreiðslur frá ákæruvaldinu fyrir lögfræðiráðgjöf, á árunum 2009 til 2014,“ segir Björgvin og vísar til lögfræðiráðgjafar sem Sigurður Tómas Magnússon veitti Sérstökum saksóknara á umræddu tímabili og fékk alls greiddar rúmar 50 milljónir í verktakagreiðslur. Björgvin segir ljóst að þó að menn hafi starfað fyrir ákæruvaldið valdi það ekki sjálfkrafa vanhæfi til að gegna dómarastörfum. Hins vegar hafi Sigurður þegið verktakagreiðslur og það horfi öðruvísi við. Hann nefnir einnig hina umdeildu handtöku um borð í Polar Nanoq sem lögfræðilegt atriði sem mikilvægt sé að fá skorið úr um fyrir Hæstarétti. Í dómi Landsréttar er fallist á að ákvæði laganna um fullveldisrétt Íslands hafi ekki getað veitt handtökunni lagastoð. Á hitt beri að líta að hvorki dönsk né grænlensk yfirvöld hafi gert athugasemdir við að íslenskir lögreglumenn hafi farið um borð í skipið og handtekið hina grænlensku ríkisborgara. Þau hafi jafnframt sýnt samvinnu um aðgerðirnar. Björgvin segir handtökuna ekki verða lögmæta við það eitt að henni hafi ekki verið mótmælt sérstaklega af dönskum eða grænlenskum yfirvöldum. Full þörf sé á að fjallað verði um hana í Hæstarétti enda sé niðurstaða bæði héraðsdóms og Landsréttar til þess fallin að valda mikilli réttaróvissu. „Veiti Hæstiréttur ekki áfrýjunarleyfi er ekki annað að gera en leita til Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir Björgvin. Hann segir mikilvægt að bæði handtakan og málsmeðferðin sem Thomas fékk fyrir Landsrétti, fái endurskoðun, ef ekki fyrir Hæstarétti, þá í Strassborg. Hann segir mannréttindadómstólinn hafa fjallað um handtökur á sjó og svipuð álitaefni og hér er um að ræða og ljóst sé að þau geti fallið innan gildissviðs mannréttindasáttmála Evrópu. Hann vísar til máls um handtöku framkvæmda af frönskum sérsveitarmönnum um borð í báti með fíkniefnafarm. Niðurstaða MDE hafi verið að fullnægjandi heimild fyrir handtökunni hafi ekki verið fyrir hendi og því um brot á ákvæðum sáttmálans að ræða. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Thomas Møller Olsen mun óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms sem dæmdi Thomas til 19 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. „Málsmeðferðin fyrir Landsrétti ber vott um virðingarleysi fyrir réttindum ákærða,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, og segir að byggt verði á því í beiðni til Hæstaréttar að um brot á rétti skjólstæðings síns til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið að ræða. Nefnir Björgvin bæði lengd aðalmeðferðar sem lokið var á einum degi og skeytingarleysi gagnvart fjölda vafaatriða í málinu sem hafnað sé með litlum eða engum rökstuðningi í forsendum dómsins. Eins og Fréttablaðið fjallaði um stóð aðalmeðferð í Landsrétti frá klukkan níu að morgni og þangað til klukkan var langt gengin í tíu að kvöldi eða í tæpar þrettán klukkustundir. „Það segir sig sjálft að hvorki dómarar né aðrir þjónar réttarins, saksóknari eða verjandi, geta haldið fullkominni einbeitingu í svona langan tíma,“ segir Björgvin. „Við munum einnig byggja á því að sjálfur dómsformaðurinn hafi verið vanhæfur í málinu en fyrir liggur að áður en hann var skipaður dómari við Landsrétt þáði hann sem aðstoðarmaður verktakagreiðslur frá ákæruvaldinu fyrir lögfræðiráðgjöf, á árunum 2009 til 2014,“ segir Björgvin og vísar til lögfræðiráðgjafar sem Sigurður Tómas Magnússon veitti Sérstökum saksóknara á umræddu tímabili og fékk alls greiddar rúmar 50 milljónir í verktakagreiðslur. Björgvin segir ljóst að þó að menn hafi starfað fyrir ákæruvaldið valdi það ekki sjálfkrafa vanhæfi til að gegna dómarastörfum. Hins vegar hafi Sigurður þegið verktakagreiðslur og það horfi öðruvísi við. Hann nefnir einnig hina umdeildu handtöku um borð í Polar Nanoq sem lögfræðilegt atriði sem mikilvægt sé að fá skorið úr um fyrir Hæstarétti. Í dómi Landsréttar er fallist á að ákvæði laganna um fullveldisrétt Íslands hafi ekki getað veitt handtökunni lagastoð. Á hitt beri að líta að hvorki dönsk né grænlensk yfirvöld hafi gert athugasemdir við að íslenskir lögreglumenn hafi farið um borð í skipið og handtekið hina grænlensku ríkisborgara. Þau hafi jafnframt sýnt samvinnu um aðgerðirnar. Björgvin segir handtökuna ekki verða lögmæta við það eitt að henni hafi ekki verið mótmælt sérstaklega af dönskum eða grænlenskum yfirvöldum. Full þörf sé á að fjallað verði um hana í Hæstarétti enda sé niðurstaða bæði héraðsdóms og Landsréttar til þess fallin að valda mikilli réttaróvissu. „Veiti Hæstiréttur ekki áfrýjunarleyfi er ekki annað að gera en leita til Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir Björgvin. Hann segir mikilvægt að bæði handtakan og málsmeðferðin sem Thomas fékk fyrir Landsrétti, fái endurskoðun, ef ekki fyrir Hæstarétti, þá í Strassborg. Hann segir mannréttindadómstólinn hafa fjallað um handtökur á sjó og svipuð álitaefni og hér er um að ræða og ljóst sé að þau geti fallið innan gildissviðs mannréttindasáttmála Evrópu. Hann vísar til máls um handtöku framkvæmda af frönskum sérsveitarmönnum um borð í báti með fíkniefnafarm. Niðurstaða MDE hafi verið að fullnægjandi heimild fyrir handtökunni hafi ekki verið fyrir hendi og því um brot á ákvæðum sáttmálans að ræða.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira