Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 19:00 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen var í samskiptum við þáverandi unnustu sína dagana 13. til 18. janúar 2017, áður en hann var handtekinn af lögreglu fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. Landsréttur staðfesti í dag 19 ára fangelsisdóm yfir Thomasi. Í dómi Landsréttar kemur fram að í málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. Þar segir að samskipti þeirra þann 17. janúar lýsi slæmri andlegri líðan Thomasar. Í framhaldi af því að unnustan hafi upplýst Thomas um að einhverjir skipverjanna hefðu tekið á leigu rauða bifreið og að skór Birnu hefðu fundist við Hafnarfjarðarhöfn sendi Thomas henni meðal annars skilaboðin: „Það er eins og ég muni aldrei fara heim.“ Þegar unnustan spurði Thomas hvað væri það versta sem gæti gerst svaraði hann: „Veit ekki, að þetta fattist. Verð handtekinn.“ Í samtali þeirra þann 18. janúar, eftir að skipinu hafði verið snúið við til Íslands svaraði Thomas spurningu unnustunnar „ef þið berið sök á hvarfi hennar“ á þá leið: „Hættu nú. Ég man ekki einu sinni hvernig þær litu út“ og síðar „þau höfðu drukkið“ og í kjölfarið „Þær fóru af í hringtorginu.“ Í samskiptum þeirra var ekkert minnst á fíkniefni heldur snerust þau eingöngu um hvarf Birnu og hvort og hvernig Thomas tengdist því.Úlpan umdeilda virtist passleg Meðal gagna málsins var einnig blá úlpa í stærð Medium. Thomas hefur neitað að eiga úlpuna en segist hafa átt úlpu sömu tegundar í stærðinni XL. Á úlpunni fundust blettir sem rannsókn leiddi í ljós að voru blóðblettir og bentu niðurstöður eindregið til um væri að ræða blóð úr Birnu. Fyrir aðalmeðferð málsins í Landsrétti mátaði Thomas úlpuna auk þess sem hann samþykkti að láta vigta sig. Auk þess mátaði hann aðra úlpu sömu tegundar og stærðar sem verjandi hans hafði útvegað. Mátunin fór fram þann 18. október síðastliðinn og var tekin upp í bæði hljóði og mynd. Thomas taldi úlpuna of þrönga og hélt hann því fram að hann hefði aldrei keypt sér úlpu í þessari stærð. Thomas var 94 kíló að þyngd við upphaf rannsóknar málsins. Þann 18. Október var hann 100,65 kíló. Upptaka af mátuninni sýnir að hann átti auðvelt með að renna úlpunni upp og virðist hún hæfilega víð og síð. Segir í dómi Landsréttar að með teknu tilliti til þess að Thomas hafi bætt á sig tæpum sjö kílóum frá því að rannsókn málsins hófst bendi ekkert til annars en að hún hafi passað honum vel við upphaf rannsóknar. Þá bendi upptökur úr öryggismyndavél við Hafnarfjarðarhöfn eindregið til þess að hann hafi verið í umræddri úlpu þegar hann gekk um borð í Polar Nanoq um klukkan 11 þann 14. janúar 2017. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Yfirheyrsluaðferðin talin hafa farið gegn reglum um rétt handtekinna manna en ekki brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. 23. nóvember 2018 16:55 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Thomas Møller Olsen var í samskiptum við þáverandi unnustu sína dagana 13. til 18. janúar 2017, áður en hann var handtekinn af lögreglu fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. Landsréttur staðfesti í dag 19 ára fangelsisdóm yfir Thomasi. Í dómi Landsréttar kemur fram að í málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. Þar segir að samskipti þeirra þann 17. janúar lýsi slæmri andlegri líðan Thomasar. Í framhaldi af því að unnustan hafi upplýst Thomas um að einhverjir skipverjanna hefðu tekið á leigu rauða bifreið og að skór Birnu hefðu fundist við Hafnarfjarðarhöfn sendi Thomas henni meðal annars skilaboðin: „Það er eins og ég muni aldrei fara heim.“ Þegar unnustan spurði Thomas hvað væri það versta sem gæti gerst svaraði hann: „Veit ekki, að þetta fattist. Verð handtekinn.“ Í samtali þeirra þann 18. janúar, eftir að skipinu hafði verið snúið við til Íslands svaraði Thomas spurningu unnustunnar „ef þið berið sök á hvarfi hennar“ á þá leið: „Hættu nú. Ég man ekki einu sinni hvernig þær litu út“ og síðar „þau höfðu drukkið“ og í kjölfarið „Þær fóru af í hringtorginu.“ Í samskiptum þeirra var ekkert minnst á fíkniefni heldur snerust þau eingöngu um hvarf Birnu og hvort og hvernig Thomas tengdist því.Úlpan umdeilda virtist passleg Meðal gagna málsins var einnig blá úlpa í stærð Medium. Thomas hefur neitað að eiga úlpuna en segist hafa átt úlpu sömu tegundar í stærðinni XL. Á úlpunni fundust blettir sem rannsókn leiddi í ljós að voru blóðblettir og bentu niðurstöður eindregið til um væri að ræða blóð úr Birnu. Fyrir aðalmeðferð málsins í Landsrétti mátaði Thomas úlpuna auk þess sem hann samþykkti að láta vigta sig. Auk þess mátaði hann aðra úlpu sömu tegundar og stærðar sem verjandi hans hafði útvegað. Mátunin fór fram þann 18. október síðastliðinn og var tekin upp í bæði hljóði og mynd. Thomas taldi úlpuna of þrönga og hélt hann því fram að hann hefði aldrei keypt sér úlpu í þessari stærð. Thomas var 94 kíló að þyngd við upphaf rannsóknar málsins. Þann 18. Október var hann 100,65 kíló. Upptaka af mátuninni sýnir að hann átti auðvelt með að renna úlpunni upp og virðist hún hæfilega víð og síð. Segir í dómi Landsréttar að með teknu tilliti til þess að Thomas hafi bætt á sig tæpum sjö kílóum frá því að rannsókn málsins hófst bendi ekkert til annars en að hún hafi passað honum vel við upphaf rannsóknar. Þá bendi upptökur úr öryggismyndavél við Hafnarfjarðarhöfn eindregið til þess að hann hafi verið í umræddri úlpu þegar hann gekk um borð í Polar Nanoq um klukkan 11 þann 14. janúar 2017.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Yfirheyrsluaðferðin talin hafa farið gegn reglum um rétt handtekinna manna en ekki brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. 23. nóvember 2018 16:55 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31
Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Yfirheyrsluaðferðin talin hafa farið gegn reglum um rétt handtekinna manna en ekki brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. 23. nóvember 2018 16:55
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00