Yfirvöld í Ísrael munu leita ráða hjá ríkisstjórn Bandaríkjanna eftir að Airbnb fjarlægði eignir á Vesturbakkanum sem skráðar voru til útleigu af síðu sinni. Þetta sagði Gilad Erdan, öryggis- og upplýsingamálaráðherra Ísraels.
„Við munum hafa samband við Bandaríkin þar sem 25 ríki þeirra hafa samþykkt lög um þvinganir gegn fyrirtækjum sem sniðganga Ísrael. Í þessu tilfelli er enginn munur á því um hvaða svæði Ísraels er að ræða,“ sagði Erdan og fullyrti að Vesturbakkinn, sem Ísraelar hafa hernumið, falli undir téð lög.
Leita aðstoðar Bandaríkjanna

Tengdar fréttir

Airbnb fjarlægir íbúðir á Vesturbakkanum af skrá
Airbnb leigumiðlunin ætlar að fjarlægja allar skráningar á síðu sinni á íbúðum á Vesturbakkanum í Ísrael.